Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Qupperneq 15

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Qupperneq 15
skilyrðum uppfylltum, sbr. 4. mgr. 152. gr. sömu laga eins og hún varð með 6. gr. laga nr. 38/1994. Þá gilda takmarkanir á áfrýjun opinberra mála hafi ákærði ekki sótt þing í héraði, eða ef ákærða hefur hvorki verið ákveðin frelsisskerðing né sekt eða eignaupptaka, sem er hærri en áfrýjunarfjárhæð einkamála, skv. 150. gr. laga nr. 19/1991, sbr. 10. gr. laga nr. 37/1994. Hæsti- réttur getur þó heimilað undanþágu, sbr. 3. mgr. sömu greinar, þegar sérstakar ástæður mæla með því. Hafi mál verið dæmt án þess að stefndi í einkamáli sæki dómþing getur hann ekki áfrýjað máli, sbr. 4. mgr. 96. gr. laga 91/1991. í þess stað má hann, sbr. 137. gr. laga nr. 91/1991, óska eftir endurupptöku máls fyrir sama dóm- stóli til venjulegrar meðferðar. Þetta er rökstutt með því að sá dómstóll hafi ekki áður fjallað um kröfur og málsástæður stefnda, þar sem þær hafa ekki verið lagðar fyrir hann, en dómstólar í einkamáli skulu dæma mál á grundvelli þess sem aðilar leggja fyrir þá. Vegna þess tíma, er þegar hefur farið í mál að þessu loknu, verður þessum málum skv. 142. gr. laga nr. 91/1991 ekki skotið til Hæstaréttar nema rétturinn heimili það sérstaklega. Þær takmarkanir eru einnig á málskoti til Hæstaréttar að framburðir aðila og vitna í opinberu máli verða ekki endurmetnir, sbr. c. lið 147. gr. laga nr. 19/1991, sbr. 7. gr. laga nr. 37/1994. Þetta þýðir að segi í héraðsdómi að fram- burður sé trúverðugur verður Hæstiréttur að miða sína úrlausn við að svo sé. Munnleg sönnunarfærsla hefur í raun ekki verið endurtekin fyrir Hæstarétti, enda þótt heimild hafi verið í lögum til þess, sbr. nú 3. mgr. 157. gr. laga nr. 19/1991, sbr. 17. gr. laga nr. 37/1994. Þetta verður eftir síðustu lagabreytingar ekki gert nema Hæstiréttur mæli svo fyrir og yrði líklega helst gert ef afla þyrfti sérfræðiálits. Þó að Hæstiréttur hafi þannig ekki hlýtt á framburði hefur það ekki aftrað réttinum frá því í einstaka máli að endurmeta sönnunargildi þeirra. Lögfræðingar hafa verið í vafa um hvort dómstóli sé heimilt samkvæmt grundvallarreglum um milliliðalausa málsmeðferð að meta sönnunargildi framburða sem hann hefur ekki hlýtt á. Reynt var að leysa þessa örðugleika með þeim lagabreytingum sem urðu með lögum nr. 37/1994. Þótt Hæstiréttur endurskoði ekki samkvæmt þeim lögunt trúverðugleika framburðanna verður rétturinn þó að segja til um hvort sök telst sönnuð eða ekki með framburð- unum metnum af héraðsdómi. Telji Hæstiréttur hins vegar að niðurstaða hér- aðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar kunni að vera röng svo ein- hverju skipti um úrslit máls, getur rétturinn fellt héraðsdóm og meðferð máls í héraði úr gildi í þeim mæli að munnleg sönnunarfærsla geti farið fram aftur og leyst verði úr máli að nýju, sbr. 5. mgr. 159. gr. laga nr. 19/1991, sbr. 19. gr. laga nr. 37/1994. IV. UM NORRÆNAN RÉTT Hérlendis er það Hæstiréttur íslands einn, sem sinnir öllu því hlutverki áfrýj- unardómstóla, sem lýst er hér að framan. Mál getur aðeins hlotið meðferð dómstóla tvisvar sinnum, nema það sé endurupptekið á einhverju stigi þess, 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.