Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Qupperneq 18

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Qupperneq 18
kvæmd. Dómarar réttarins svo og aðrir er taka þátt í störfum hans verða þó að hafa mjög ríkt í huga hlutverk áfrýjunardómstóla í heild sinni. Við skiptingu mála milli deilda réttarins þarf því að huga sérstaklega að hlutverki réttarins við samræmingu lagatúlkunar og um réttarframkvæmd í þjóðfélaginu. Mál sem geta stuðlað að því samræmi verða eðlilegast dæmd af 5 eða jafnvel 7 dómurum. Fjárhagslegir hagsmunir af máli skipta þar minna máli. Þrír dóm- arar geta í flestum tilfellum farið með mál, ef málsmeðferðin hefur það hlut- verk aðallega að koma til móts við rétt manns til að fá mál sitt tekið fyrir að nýju. Það má þó ekki missa sjónar á því að flestar úrlausnir réttarins hafa eitthvert samræmingargildi sé litið á þær í samhengi við aðrar úrlausnir hans. VI. ÞRÓUN HÆSTARÉTTAR ÍSLANDS Sé reynt að sjá fyrir hver verði þróun Hæstaréttar næstu árin verður um leið að víkja nokkuð að síðustu réttarfarsbreytingum sem snertu störf réttarins. Málskotum fjölgaði verulega árin 1987 og 1988 og hefur ekki fækkað síðan heldur fremur fjölgað. Fjölgun einkamála helst venjulega í hendur við erfitt efnahagsástand og á því engum að koma á óvart aukning þeirra. Hins vegar hefur áfrýjunum opinberra mála einnig fjölgað, en á því er erfiðara að fínna einhlítar skýringar. Hæstiréttur var mjög vanbúinn að taka við þessari aukn- ingu þar sem um langan tíma hafði svo verið búið að réttinum að hann átti fullt í fangi með að gegna hlutverki sínu. Þess vegna hlutu óafgreidd verkefni að hlaðast upp, án þess að starfsfólkið fengi rönd við reist, yrðu ekki gerðar einhverjar breytingar á þeim reglum sem giltu um meðferð mála fyrir réttinum. Á árinu 1989 voru því samin drög að lagafrumvarpi sem stefndi að því að fjölga þeim málaflokkum sem skjóta mætti til dómsins með kæru og að fjölga þeim opinberum málum sem dæma mætti af þremur dómurum. Það er ekkert leyndarmál að álitið var að málskotsheimildir varðandi uppboðsgerðir og að- farargerðir væru verulega misnotaðar. Það væri verið að draga þessar gerðir á langinn, sbr. t.d. H 1992 1585, 1589, 1593, 1896 og 1939, en þessum málum var skotið til réttarins 1990, 1991 og fyrri hluta árs 1992. Þá virtist sem sí- brotamenn áfrýjuðu málum sínum til þess eins að fresta afplánun dóma sinna. Því miður tókst ekki að fá þetta lagafrumvarp flutt og mál söfnuðust upp hjá réttinum. Efni þess var síðar fellt inn í þær réttarfarsbreytingar sem gildi tóku I. júlí 1992. Eftir þær breytingar eru mál varðandi nauðungarsölu, aðfar- argerðir og skipti kærð til réttarins í stað þess að þeim var skotið þangað áður með áfrýjun. Gagnaöflun gengur því fyrr og þessi mál verða flutt skriflega og þurfa ekki að bíða þess að dagur gefist til munnlegs málflutnings. Þá eru þau nú venjulega dæmd af þremur dómurum, en fimm dómarar dæmdu þau oft áður. Það stafar þó að nokkru leyti af önnum Hæstaréttar því sum þessara mála, einkum skiptamálin, er eðlilegra að verði í framtíðinni dæmd af fimm dóinurum. Mál þessi eru oft viðamikil, varða mikilvæga hagsmuni og hafa mikið samræmis- og fordæmisgildi. Eftir þessar breytingar geta þrír dómarar einnig lokið dómi á mun fleiri opinber mál en fyrr. Breytingamar hafa haft í 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.