Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Page 33
mönnum. Þeir aðstoða dómara við öflun gagna fyrir málflutning, útbúa dóma- skrár um afmörkuð efni, auk margra annarra starfa. Tvær skrifstofustúlkur starfa við réttinn við vægast sagt mjög bágbornar ytri aðstæður, sem reyndar á við um allt starfsfólk réttarins. Þá er dómvörðurinn einn óupptalinn, en starf hans hefur einnig aukist mjög, sérstaklega þegar flutt eru fleiri en eitt mál í einu. VIII. Hæstiréttur er fastheldinn á gamla siði. Svo er einnig um æðstu dómstóla annarra þjóða. Sá siður er t.d. hér og víða um lönd, að dómarar í Hæstarétti byrja daginn með því að heilsast með handabandi. Mörgum nýjum dómara hefur þótt það full hátíðlegt að heilsast svona á hverjum morgni. En þetta á sínar skýringar. Með handabandinu eru dómaramir að staðfesta það, að allur ágreiningur og sárindi, sem uppi kunna að hafa verið deginum áður, séu nú gleymd og grafin, þannig að unnt sé að hefja störf dagsins með opnum huga. Dómaramir ganga einnig niður í dómsalinn og setjast í sæti sín í ákveðinni röð. Fremstur fer forseti dómsins og sest í sæti fyrir miðju dómsins. Sitji hann ekki í dómi, þá fer varaforseti fremstur, en ef hann er heldur ekki í dóminum, þá sá dómari, sem lengstan starfsaldur hefur. Síðan koma dóm- aramir eftir starfsaldri, þannig að sá, sem lengstan starfsaldur hefur, sest hægra megin við forseta, sá, sem næstlengstan starfsaldur hefur, sest vinstra megin við forseta, og svo koll af kolli, þannig að yngsti dómarinn situr jafnan lengst til vinstri við forseta. Málflutningsmenn og aðrir, sem hlusta á málflutning fyrir Hæstarétti, hafa tekið eftir því, að dómaramir virðast krota mikið í ágripin. Flestir dómarar hafa það fyrir reglu að strika undir það, sem lögmenn lesa úr ágripi eða leggja áherslu á, og er þá sérstakur litur notaður fyrir hvom eða hvern lögmann. Þegar margir lögmenn eru í máli, er mikið um litadýrð í ágripinu. Þessi undirstrikun með sérstökum lit fyrir hvem lögmann er til mikils hægðarauka, þegar dómarar eru að vinna í málinu að málflutningi loknum. IX. Hæstiréttur íslands er mjög sérstakur vinnustaður. Dómaramir takast á við öll helstu vandamál, sem upp koma í þjóðfélaginu. Það hefur mikið andlegt álag í för með sér og er mikils um vert, að dómaramir haldi ró sinni og jafn- aðargeði. Samvinna þeirra er náin, og er nauðsynlegt, að tillitssemi og góður andi ríki á vinnustaðnum en ekki sundurlyndi. Hæstiréttur er ein mikilvægasta stofnun íslensks þjóðfélags, og það er mikið undir honum komið, hvort tekst að halda hér uppi mannsæmandi þjóðfélagi. Það er ósk mín á þessum tíma- mótum í sögu Hæstaréttar, að honum takist að halda vörð um þetta hlutverk sitt í framtíðinni. 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.