Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 45
V.
I lok þessa yfírlits þykir hlýða að geta þeirra, sem gegnt hafa störfum hæsta-
réttarritara frá stofnun Hæstaréttar íslands og aðstoðarmanna hæstaréttardóm-
ara frá árinu 1983. Embætti hæstaréttarritara var stofnað með lögum nr.
22/1919, en með lögum nr. 37/1924 var embættið fellt niður frá 1. júlí 1926.
Með heimild í lögum nr. 111/1935, sbr. lög nr. 112/1935, var það stofnað á
ný frá 1. júní 1936, en starfinu var þó gegnt óslitið þennan tíma. Þessir menn
hafa verið hæstaréttarritarar á 75 ára starfstíma Hæstaréttar:
Dr. Björn Þórðarson, síðar lögmaður í Reykjavík og forsætisráðherra
(1.1.1920 - 31.12.1928), Sigfús M. Johnsen, síðar bæjarfógeti í Vestmanna-
eyjum (1.1.1929 - 31.5. 1936), Hákon Guðmundsson, forseti Félagsdóms og
yfírborgardómari í Reykjavík (1.6.1936 - 31.7.1964), Sigurður Líndal pró-
fessor (1.8.1964 - 4.7.1972), Björn Helgason saksóknari (5.7.1972 - 30.9.1986)
og Erla Jónsdóttir frá 1. desember 1986.
Með lögum nr. 67/1982 var Hæstarétti heimilað að ráða sérfróða aðstoðar-
menn. Frá 1. janúar 1983 til 1. desember 1991 var einn aðstoðarmaður ráðinn
í senn, en frá þeim tíma hafa aðstoðarmenn hæstaréttardómara verið tveir.
Annar þeirra er jafnframt staðgengill hæstaréttarritara. Eftirgreindir hafa verið
aðstoðarmenn hæstaréttardómara undangengin tólf ár:
Þorgeir Örlygsson prófessor (1.1.1983 - 31.8.1984), Tryggvi Gunnarsson
hæstaréttarlögmaður (1.12.1984 - 31.8.1986), Jón Finnbjömsson dómara-
fulltrúi (1.1.1987 - 31.7.1988, 1.7.1992 - 30.6.1993), Sigurður Tómas Magnús-
son skrifstofustjóri Héraðsdóms Reykjavíkur (15.10.1988 - 31.7.1990, 1.12.1991
- 31.5.1992), Katrín Hilmarsdóttir sýslumannsfulltrúi (6.9.1990 - 30.9.1993),
Sigríður Norðmann frá 1. júlí 1993 og Símon Sigvaldason frá 1. október sama
ár.
39