Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Side 51

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Side 51
2. Sá sem ber fyrir sig venju eða erlenda réttarreglu verður að leiða til- vist og efni hennar í Ijós. 3. Ekki þarf að sanna það sem er alkunnugt á þeim stað og tíma sem dómur eða úrskurður gengur. Við setningu einkamálalaganna var frelsi dómara til mats á sönnun rýmkað, og var það í samræmi við þróun um langt skeið. I 129. gr. einkamálalaganna frá 1936 sagði, að yfirleitt fæli skýrsla tveggja óaðfinnanlegra vitna í sér „fulla sönnun“. Þessi regla byggir á gömlu sjónarmiði: tvö vitni eru sem tíu, en eitt sem ekkert. Hana er ekki að finna í nýju lögunum. Þó eru ýmsar sönnunar- reglur enn í lögum og þá fyrst og fremst sú regla í sakamálaréttarfari, sem nú er í 45. gr. laga nr. 19/1991, að „sönnunarbyrði um sekt sakbornings og atvik, sem telja má honum í óhag, hvílir á ákæruvaldinu“. Dómarar ákveða ekki refsingar og meta ekki sanngimiskröfur eða sönnunar- gögn eftir tilviljun eða duttlungum. Mælikvarðamir em mótaðir á löngum tíma og sóttir í smiðju til viðhorfa innan lögfræðingastéttarinnar, sem menntun og starfsreynsla hafa skerpt. Þessi viðhorf taka breytingum, hægt að jafnaði, en í samrœmi við almenn viðhorf í þjóðfélaginu. Þessi hægagangur tryggir samræmi og jafnrétti milli þeirra, sem ákvarðanimar varða. Dómarar eins og allir lögfræðingar og allir menn hafa mismunandi viðhorf. Vitanlega verður ekki sagt, að það hafi aldrei áhrif á ákvarðanir þeirra, en starfsuppeldið stefnir að því að kenna mönnum að láta ekki persónuleg viðhorf ráða ferðinni. í Hæstarétti eins og í öðmm áfrýjunardómstólum, og stundum í dómstólum á fyrsta dómstigi, er reynt að tryggja samræmið með því að hafa dómstólinn fjölskipaðan. Á pappímum er aðalreglan í Hæstarétti að fímm dómarar fjalli um hvert mál, en í raun em þau mál nú fleiri, sem þrír dæma. Stundum, einu sinni eða tvisvar á ári, em dómarar sjö, og nýlega, með lögum nr. 39/1994, var í fyrsta sinn veitt heimild til, að einn hæstaréttardómari leysi úr einföldum kærumálum. Dómur Hæstaréttar er endanleg úrslit þess álitaefnis, sem fyrir hann hefur verið lagt. Þeir sem annast fullnustu dóma eru að landslögum skyldir til að fara eftir dómnum en hvorki héraðsdómi, fyrirmælum frá stjómvöldum né eigin áliti. Það er sagt, að endir þurfi að vera allrar þrætu. Á þeirri hugmynd byggist sú mikilvæga regla um dómstólana, að þeir verða að skera úr öllum málum, sem réttilega em fyrir þá lögð. Dómari getur ekki lagt frá sér manndrápsmál og látið það óafgreitt með þeim rökum, að ógerlegt sé að vita hvaða refsingu eigi að dæma, þar komi margt til greina og bendi eitt til þessa og annað til hins. Þessi dómskylda leiðir einnig til þess að kveða verður upp dóm, þó að dómarinn finni engin lög frá Alþingi um álitaefnið. Ef enginn dómur gengi, fengist ekki endir þrætunnar og tilgangi þess að hafa dómstóla í landinu væri ekki náð. Hlutverk dómarans, þegar aðstæður em þessar, er að rýna í aðrar réttarheimildir, sem svo em kallaðar, fordæmi í fyrri dómum, venjur, meginreglur laga og jafnvel það, sem nefnt er eðli máls. Ekki þarf að fara í grafgötur um að hér getur verið úr vöndu að ráða. Þó em þær heimildir, sem við eiga, sæmilega og oftast vel skýrar. 45
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.