Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 54
hjálpargagn hér á landi þar sem íslenskur stjórnarfarsréttur hefur í ríkum mæli fylgt því, sem gildir í Danmörku. Ef dómstóll telur, að stjómvaldsákvörðun fái ekki staðist, lýsir hann hana ógilda. Þá getur komið til kasta stjómvalds á ný. Hitt er sjaldgæft en þó ekki óþekkt, að dómstóll breyti efni stjómvaldsákvörðunarinnar, svo sem í skattamálum. Af því sem nú hefur verið sagt, kemur fram, að það er á verksviði dómstóla að fjalla um stjórnvaldsákvarðanir og þeir hafa heimild til að lýsa þær ógildar og jafnvel að breyta þeim. Undirstaða þessa er 60. gr. stjómarskrárinnar, en sú regla er ekki fallin til að vera ein sér grundvöllur þessara dómsathafna. Nú er svo komið, að heimildin takmarkast af fordæmum og einstökum laga- reglum. Sumum slíkum reglum, sem eiga að sníða dómsvaldinu stakk að þessu leyti, er ekki framfylgt eftir orðum sínum, og er e.t.v. mikilvægasta dæmið um það ákvæði 100. gr. skattalaga, sem fyrr er tekið upp. Dómsúrlausnir um úrskurðarvald stjórnvalda í sifjarétti eru ekki eins ljósar. Hafa dómstólar stundum talið sér heimilt að endurmeta stjórnvaldsákvarðanir á þessu sviði, t.d. um forræði barna. Grundvöllur þessa er hin almenna regla um að dómsvaldið sé hjá dómurum samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar, og nú 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu eftir lögfestingu hans með lögum nr. 62/1994. Verður að telja að gildi fordæma, sem takmarka rétt til að leita til dómstóla með stoð í lagaákvæðum, sé næsta lítið eftir að þessi lög tóku gildi. Hér hefur verið reynt að varpa nokkiu ljósi á samband dómstóla og stjórn- valda. Dómstólar hafa einnig heimild til að meta gildi almennra reglna, svo sem reglugerða, sem settar eru af stjórnvöldum.9 Vikið skal stuttlega að nokkrum álitaefnum enn: Stjórnvöld ráða rniklu um fullnustu refsidóma. I 29. gr. stjómarskrárinnar segir, að forseti náði menn og veiti almenna uppgjöf saka. Valdinu er beitt af ráðherra, sbr. 13. gr. stjómarskrárinnar. í 40.-42. gr. almennra hegningarlaga er mælt fyrir um reynslulausn fanga, sem ákveðin er af ráðherra eða öðru stjórnvaldi. Refsiframkvæmd er nú hér á landi verkefni stjómvalda. Það er lítt raunhæf spurning, sem þó hefur komið fyrir dómstóla, hvort heimilt sé að leita beint til þeirra með kröfu, sem unnt er að gera hjá stjórn- völdum. Hefur verið talið heimilt að ganga fram hjá stjómvaldi, þegar efnis- atriði eru ekki að öllu leyti afgreidd í stjómvaldsákvörðun.10 Fordæmisregla er, að ekki þurfi að tæma heimildir í skattalögum til stjómlegrar kæru eftir fyrstu skattálagningu, en skattþegn á hins vegar rétt til stjómvaldsmeðferðar á kærustigi ef hann kýs.* 11 I málum um önnur atriði hefur Hæstiréttur talið 9 Sigurður Líndal: Stjómkerfi búvöruframleiðslunnar og stjórnskipan íslands, 1992. 10 T.d. hrd. 1976 138. 11 Hrd. 1992 1377. 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.