Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Page 69
Kvosina. Næst bókasafni við suðurvegg eru skrifstofur bókavarðar og fjögurra
aðstoðarmanna dómara...
Við efnisval er tekið mið af dökkgráum lit Þjóðleikhússins, brúnleitum
skeljasandslit Amarhváls og andstæðunni í beinhvítum lit Safnahússins. Þetta
eru allt hlutlausir litir, sem að mati tillöguhöfunda mynda sérstaklega góðan
bakgrunn við sægrænt koparyfirborðið. Bent er á Alþingishúsið og þak dóm-
kirkjunnar, sem dæmi um áferð og litblæ ofangreindra efna...
Nýbygging Hæstaréttar er einföld og skrautlaus, enda annað vart við hæfi
í húsi þar sem jafn alvarleg örlög eru ráðin. Skáhallarýmið bak við endilangan
sveigðan suðurvegginn er þungamiðja hússins og eins konar framhald gras-
flatarinnar sunnan glerveggjarins. Grasflötin hækkar í norðaustur þannig að
innkeyrsla í bílageymslu er falin að baki hennar undir suðausturhorni hússins”.
Byggingamefnd skipa Dagný Leifsdóttir deildarstjóri í dóms- og kirkju-
málaráðuneyti sem jafnframt er formaður, Garðar Halldórsson húsameistari
ríkisins, Steindór Guðmundsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Innkaupa-
stofnunar rrkisins, Þorleifur Pálsson sýslumaður í Kópavogi, Þórhallur Arason
skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, Hrafn Bragason forseti Hæstaréttar og
Garðar Gíslason hæstaréttardómari.
Byggingarframkvæmdir hófust með því að Þorsteinn Pálsson dómsmála-
ráðherra tók fyrstu skóflustunguna 15. júlí 1994, og mun þeim ljúka að fullu
31. júlí 1996.
Garðar Gíslason hæstaréttardómari tók saman.
Dómsmálaráðherra tekur fyrstu skóflustunguna.
63