Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Qupperneq 88
bátnum til aðstoðar og dró hann til Reykjavíkur og var eiganda hans dæmd þóknun
fyrir aðstoðina. Þar sem ekki voru dæmd björgunarlaun tók Sjó- og verzlunardómur
ekki til greina kröfu um viðurkenningu á sjóveðrétti í bátnum A til tryggingar dæmd-
um fjárhæðum. í Hæstarétti var sjóveðréttur viðurkenndur með vísan til 4. tl. 236.
gr. siglingalaga nr. 56/1914.
Nú gerist það að Sjó- og verzlunardómur hafnar því að viðurkenna sjóveð-
rétt til tryggingar þóknun fyrir dráttaraðstoð, en Hæstiréttur víkur frá fyrra
fordæmi og viðurkennir hann. Hefur svo verið gert síðan.
Hæstaréttardómar 1951, bls. 398.
G ók á móti rauðu ljósi og taldist brot hans varða við 1. mgr. 5. gr., sbr. 14. gr.
umferðarlaga nr. 24/1941 og 1. mgr. 28. gr., sbr. 96. gr. lögreglusamþykktar Reykja-
víkur nr. 2/1930. G var gert að greiða 300 króna sekt til ríkissjóðs.
Hæstaréttardómar 1952, bls. 29.
E ók á móti rauðu ljósi og taldist brot hans varða við 1. mgr. 28. gr., sbr. 96. gr.
lögreglusamþykktar Reykjavíkur nr. 2/1930 og 5. gr., sbr. 14. gr. umferðarlaga nr.
24/1941. E var gert að greiða 200 króna sekt til bæjarsjóðs Reykjavíkur.
Samkvæmt fyrri dóminum var sekt látin renna til ríkissjóðs, en samkvæmt
hinum síðari til bæjarsjóðs Reykjavíkur.
Hæstaréttardómar 1970, bls. 296.
Mál var höfðað til innheimtu innlausnar á veiðirétti í landi jarðar í Ögurhreppi, N-
Isafjarðarsýslu. í dómi Hæstaréttar sagði meðal annars: „Mál þetta var í héraði rekið
fyrir aukadómþingi ísafjarðarsýslu á Isafirði, að því er virðist með samþykki aðilja.
Samkvæmt ákvæðum 78. gr„ sbr. 72. gr. laga nr. 85/1936 skyldi mál þetta reldð
fyrir héraðsdómi í Ögurhreppi, Norður-ísafjarðarsýslu, og máttu aðiljar eigi semja
um, að það skyldi rekið í annarri þinghá. Þegar af þessari ástæðu ber því að ómerkja
hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu frá héraðsdómi“.
Hér er niðurstaðan sú að ekki sé unnt að semja um vamarþing ef mál ber
að reka á fasteignavarnarþingi.
Hæstaréttardómar 1977, bls. 702, sbr. bls. 706.
H höfðaði mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur gegn hreppsnefnd Fellahrepps, félags-
málaráðherra og fjármálaráðherra f.h. nkissjóðs. Var krafa hans sú að viðurkennt
yrði að ógild væri heimild félagsmálaráðuneytisins til Fellahrepps að taka eignar-
námi land H. Lagarfell. í dómi bæjarþingsins var niðurstaðan þessi:
„1. mgr. 78. gr. laga nr. 85/1936 hljóðar svo: „Nú skal kröfur gera um dóm um
82