Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Qupperneq 92

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Qupperneq 92
dóminn, hafi borið að víkja sæti í máli þessu. Ber því að fella hinn áfrýjaða dóm úr gildi og alla meðferð málsins fyrir sakadómi Árnessýslu og vísa því heim í hérað til nýrrar dómsmeðferðar og dórnsálagningar". Hér er horfið frá fyrri fordæmum í ljósi breyttra aðstæðna eins og rækilega er greint í forsendum dómsins. Með þessum dómi setur Hæstiréttur í reynd nýja reglu sem viðbót við 7. tl. 36. gr. laga nr. 85/1936 í anda þróunar sem orðið hefur á sviði þeirra þjóðréttarreglna sem lúta að mannréttindum.31 Sama niður- staða varð í dómi sem gekk skömmu síðar, sbr. H 1990. bls. 92, eink. bls. 94. Hæstaréttardómar 1992, bls. 174. Erlendur maður var ákærður og sakfelldur fyrir fjársvik og umboðssvik. Hann var ekki mæltur á íslenzka tungu og í dómi var kostnaður vegna aðstoðar dómtúlks lagður á ríkissjóð með svofelldum rökstuðningi: „Við meðferð máls þessa fyrir dómi hefur ákærði notið aðstoðar dómtúlks, þar sem hann er ekki mæltur á íslenzka tungu, sbr. 1. mgr. 40. gr. 1. nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði [sjá nú 2. mgr. 10. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála] og 2. mgr. 19. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála [sjá nú 1. mgr. 13. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála], sem skýra ber með með hliðsjón af e-lið 3. mgr. 6. gr. Evrópusamnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. auglýsingu nr. 11/1954. Er rétt að kostnaður vegna þessa í héraði og fyrir Hæstarétti verði greiddur úr ríkissjóði“. I ákvæði mannréttindasáttmálans sem vitnað er til segir að hver sá sem sök- um sé borinn fyrir glæpsamlegt athæfi eigi meðal annars þau lágmarksréttindi að fá ókeypis aðstoð túlks, er hann skilur ekki eða talar mál það sem notað er fyrir dómi. Hér gengur Hæstiréttur skrefi lengra í að setja reglu en í fyrrtöldum dómum. 31 Sjá Ragnar Aðalsteinsson: Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar og íslenzkur landsréttur. Tímarit lögfræðinga 40 (1990), bls. 3-27. Hann dregur eftirfarandi ályktun af dóminum: “Af þessari greiningu hér að framan á dómi Hæstaréttar verður aðeins ein ályktun dregin og hún er sú, að ákvæði alþjóðlegra mannréttindasamninga, sem Island hefur fullgilt, séu nú hluti landsréttar og ákvæði landslaga, sem eru ósamþýðanleg mannréttindaákvæðum slíkra samninga, verði að víkja. íslenzkum dómstólum sé því skylt að beita reglum slíkra samninga sem gildandi landsréttur væri og veita þeim forgang, þegar þær rekast á ósamþýðanleg ákvæði landsréttai'" (bls. 22). Hér er óneitanlega kveðið fast að orði. Mér sýnist eðlilegra að meta slíka sáttmála með hliðsjón af valdheimildum dómstóla tii að móta löggjöfina, þar á meðal að setja reglur. Af því leiðir að dómstólar og þá sérstaklega Hæstiréttur hljóta að ieggja sjálfstætt mat á einstök ákvæði slíkra sáttmála. Ef niðurstaðan er sú að þau séu í betra samræmi við grundvallarreglur íslenzkrar lagahefðar og gildandi réttar en tilteknar greinar í settum lögum, eða jafnvel reglur sem eiga sér stoð í öðrum réttarheimildum, sýnist ekkert því til fyrirstöðu að dómstólar móti reglu í anda slíkra sáttmálagreina eða jafnvei veiti þeim lagagildi. A þann veg tel ég réttast að túlka þessa dóma. - Þar sem ætla má að í öllum meginatriðum sé samræmi milli íslenzkrar löggjafar og slíkra sáttmála má telja líklegt að dómstólum takist að móta reglur þannig að sætta megi viðhorf beggja. Þetta ætti sérstaklega við frelsisréttindin - hin borgara- og stjómmálalegu- en sfður við hin efnahagslegu og félagslegu sem ekki njóta sömu almennu viðurkenningar. 86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.