Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Side 94

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Side 94
arhúsið og bjuggu þau saman ógift. Þau stækkuðu húsið og unnu heimilinu meðan starfsorka og líf entist. K andaðist 29. febrúar 1960. Með hliðsjón af stöðu M á heimili þeirra K og vinnu hans í þágu þess þótti hann eiga tilkall til nokkurrar þóknunar af eignum K sem var skráður eigandi hússins umfram það sem hann hafði notið á heimili þeirra. Töldust laun M, sem voru ófymd samkvæmt undirstöðurökum 1. tl 3. gr. laga nr. 14/1905, hæfilega ákveðin 20.000 krónur. Hér var karlmanni sent hafði búið með konu dæmd þóknun fyrir vinnu í þágu sameiginlegs heimilis - „ráðsmannskaup“ - sem hann fekk greitt að óskiptu við skipti á dánarbúi K. Hæstaréttardómar 1969, bls. 92. K var ráðskona á heimili M tímabilið 1. nóvember 1960 til 10. janúar 1966. Eign- aðist hún tvö böm með M og ól hann önn fyrir bömunum þann tíma, en greiddi síðan meðalmeðlag með þeim. Á sambýlistímanum fekk K fé hjá M til einkaþarfa, en gat ekki greint hversu háar fjárhæðir. Hún taldist eiga rétt til launa fyrir störf í þágu heimilis hennar og M á sambýlistímanum sem töldust hæfilega ákveðin 120.000 krónur. Þessi dómur er hefðbundinn og dæmigerður um „ráðskonukaup“. Hæstaréttardómar 1978, bls. 893. M og K bjuggu saman í óvígðri sambúð nálega fjögur ár. Eignir M jukust á þessu tímabili, meðal annars íbúðarhús í smíðum, bifreið og sumarbústaður. K lagði fram 90.000 krónur til byggingar íbúðarhússins, en ekki varð séð að henni hefðu bætzt aðrar eignir á sambúðartímanum. Dóttir K á skólaaldri var á heimili þeirra. Þau M og K höfðu fjárhag sinn greinilega aðskilinn og töldu hvort um sig fram til skatts allan tímann. í aprílmánuði 1974 slitu þau samvistum og krafðist K þess að M greiddi sér andvirði helmings framangreindra eigna auk heimilismuna sem þeim hefðu bætzt á sambúðartímanum, en þær voru taldar vera 2.862.011 krónur. í héraðs- dómi var litið svo á að K ætti rétt til greiðslu vegna vinnuframlags á sameiginlegu heimili þeirra. Við ákvörðun greiðslunnar bæri að hafa í huga að K hafi unnið fulla vinnu utan heimilis, hversu lengi sambúðin hefði staðið, að K hefðu sparazt útgjöld vegna sambýlis við M og fjárframlaga hans til heimilisins og aðstoðar K við smíði framangreinds íbúðarhúss. Þótti hæfileg greiðsla nema 480.000 krónum auk 90.000 króna láns K til húsbyggingarinnar. í Hæstarétti var héraðsdómur staðfestur nema greiðsla M til K ákveðin 700.000 krónur. I sératkvæði eins dómara í Hæstarétti var tekið fram að svo væri að sjá sem M hefði átt mjög litlar eignir þegar sambúð þeirra hófst, en við lok sambúðar hafi eignir verið talsverðar. Síðan sagði: „Um eignauppgjör við lok óvígðrar sambúðar eru eigi skráðar lagareglur hér á landi. Hins vegar hafa verið lögfest nokkur laga- ákvæði, sérstaklega á vettvangi félagsmálalöggjafar, er gera hlut sambúðarfólks svipaðan því, sem lögmælt er um hjón. Þegar þessa er gætt og höfð er hliðsjón af löggjöf og lagareglum um fjárskipti við lok hjúskapar, þykja lagarök standa til þess, 88
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.