Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Page 96

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Page 96
Hæstaréttardómar 1982, bls. 1141. M og K hófu óvígða sambúð um mitt ár 1973 og bjuggu saman þar til í janúar 1977 að þau slitu samvistum. Meðan á sambúðinni stóð unnu þau bæði fyrir launum utan heimilis og fengu fé að láni. M hlotnaðist og nokkur arfur, en K tók út sparifé sitt. Meðan þau voru í sambúð keyptu þau íbúð og bifreið. Sýnt þótti að fé beggja hefði gengið til kaupanna beint eða óbeint, þótt ekki yrði séð með vissu hversu mikið hvor um sig lagði fram. Yrði því að telja að eignir þessar hefðu orðið sameign þeirra þó að þær væru skráðar á nafn M. Með hliðsjón af tekjum aðila á sam- búðartímanum og annarri fjáröflun og þegar litið var til yfirlýsingar M þar sem hann viðurkenndi að K ætti sinn hlut í búinu til jafns á við sig, en afturkallaði reyndar við aðilayfirheyrslu fyrir dómi, þótti mega við það miða að eignarhlutdeild aðila í hinum umdeildu eignum væri jöfn. í sératkvæði tveggja dómenda sagði að málsaðilar hefðu búið í óvígðri sambúð í um það bil 3 1/2 ár, hefðu haft góðar tekjur á þessum tíma og fest fé í eignum þeim sem um væri deilt. Til þeirra hefði einnig verið varið erfðafé M og sparifé K, svo og lánsfé sem hvort um sig hefði aflað. Ekki væri í ljós leitt hversu miklu framlög hvors þeirra M og K til eigna- myndunar hefðu numið, en telja yrði eignimar sameign og eignarhlutdeild jafna. Hér er svo kornið að Hæstiréttur í heild er kominn að þeirri niðurstöðu, þótt rökstuðningur dómenda sé ekki á einn veg, að sambúðaraðilar öðlist sjálf- krafa hlutdeild í þeim eignum sem til verða á þeim tíma sem sambúð varir, en sérstaklega sé metið hverju sinni hver hlutdeild hvors um sig sé. Fjárskipti sambúðarfólks verða þá með áþekkum hætti og hjóna. Einungis einn dómari er nú eftir úr upphaflegum meiri hluta, sem dæmdi „ráðskonukaup“, og svo er að sjá sem hann beygi sig fyrir hinum nýja meiri hluta. Hér er dæmi um hvernig dómaframkvæmd breytist með því að skiptir um dómara. Annað dæmi urn þróun af þessu tagi er það hvemig ábyrgðarreglan í 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 hefur orðið til. I 13. gr. laga nr. 21/1914 um notkun bifreiða sagði þetta: Hljótist slys eða tjón af notkun bifreiðar, annaðhvort beinlínis af akstri hennar eða af því að hestur vegfaranda fælist, eða á annan svipaðan hátt, er sá, sem ber ábyrgð á bifreiðinni, skaðabótaskyldur, nema sá, sem fyrir slysinu eða tjóninu varð, eða einhver þriðji maður, hafi orðið valdur að slysinu eða tjóninu af ásettu ráði eða með vítaverðri óvarkárni, eða uppvíst verður að slysið hlaut að vilja til, þrátt fyrir þá aðgæzlu og varkámi, sem ökumanni er skylt að gæta. Framanskráð regla gildir þó ekki um slys eða tjón á fólki eða varningi, sem bifreiðin flytur, nema ræða sé um bifreið, sem er til afnota fyrir almenning gegn borgun. Að öðru leyti fer um skaðabótaskyldu fyrir slik slys eða tjón eftir almennum reglum. í 14. gr. er svo mælt að eigandi bifreiðar sé skaðabótaskyldur samkvæmt 13. gr., en bótaskylda færist á þann sem notar bifreið í heimildarleysi. Allt meginefni þessarar reglu var áréttað í 34. gr. bifreiðalaga nr. 23/1941. Hér er ekki vikið frá sakarreglunni, en sönnunarbyrði snúið við sem leiddi 90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.