Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Page 101

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Page 101
amir hefðu ekki verið í samræmi við framangreint ákvæði og miklu óhagstæðari væntanlegum kaupanda; hafi þetta getað haft áhrif á úrslit uppboðsins. Af hálfu vamaraðila var þeim einum andmælum hreyft að ákvæðum tilskipunarinnar hefði ekki verið fylgt lengi. I dómi Hæstaréttar sagði að þótt svo væri standi þau enn í lögum og verði ekki talin fallin brott fyrir notkunarleysi. Var því fallizt á framan- greinda ómerkingarkröfu. Vegna dómsins voru gefin úr bráðabirgðalög nr. 113/1936 þar sem 3. mgr. 10. gr. tilskipunarinnar var felld úr gildi. Hæstaréttardómar 1954, bls. 439. I forsetaúrskurði, sbr. auglýsingu nr. 58/1953, um skipun og skipting starfa ráðherra o. fl. var utanríkisráðherra meðal annars falið að fara með lögreglumálefni á varnar- svæðum, þar á meðal Keflavíkurflugvelli, en samkvæmt sama úrskurði bar dómsmál almennt undir dómsmálaráðherra. Sakadómur Keflavíkurflugvallar kvað upp úrskurð í opinberu máli sem ákærði kærði til Hæstaréttar og samþykkti utanríkisráðherra kæru úrskurðarins með vísan til 124. gr. laga nr. 27/1951 um meðferð opinberra mála. I dómi Hæstaréttar sagði að ákvæði áðurgreindra laga yrðu ekki skilin á annan veg en þann að einn og sami dómsmálaráðherra færi með ákæruvald í landinu á hverjum tíma svo sem tíðkazt hefði og eðli máls sé samkvæmt. Á þessari skipun yrði ekki gerð breyting nema með lögum sem greindu skýrt hvemig ákæruvaldi skyldi skipt milli ráðherra. - Með forsetaúrskurði yrði ekki gerð breyting á gildandi lögum um það að einn og sami dómsmálaráðherra færi með ákæruvaldið á hverjum tíma. Var talið að utanríkisráðherra hefði brostið heimild til að samþykkja kæru til Hæstaréttar og málinu því vísað frá Hæstarétti. Þessi dómur varð tilefni þess að sett voru bráðabirgðalög nr. 78/1954 um yfirstjóm mála á varnarsvæðum o. fl., sbr. lög nr. 106/1954. Hæstaréttardómar 1959, bls. 598. K og M gengu í hjónaband árið 1908, en árið 1958 kom til skilnaðar og var bú þeirra tekið til opinberra skipta. M gerði P og R tilboð dags. 4. júní 1958 um að selja þeim fasteign búsins ásamt fleim fyrir tiltekið verð. K höfðaði mál til að ógilda framangreint tilboð. Var krafan reist á því að lög nr. 3/1900 um fjármál hjóna væru löngu úr gildi gengin þar sem þau samrýndust ekki lengur hugmyndum manna um réttarstöðu kvenna í þjóðfélaginu eða jafnrétti kynjanna. í dómi bæjarþings Reykja- víkur sagði að með setningu laga nr. 20/1923 um skyldur og réttindi hjóna hafi lög nr. 3/1900 ekki verið úr gildi numin, heldur skyldu þau gilda áfram um innbyrðis fjárhagsstöðu hjóna ef hjónabandið væri stofnað fyrir 1. janúar 1924 og hjón hefðu ekki samið um að fjármál sín færu eftir hinum yngri lögum. Við endurskoðun og gerbreytingu á grundvallarreglum laga nr. 3/1900 hafi löggjafinn mælt svo fyrir að þau gætu haldið gildi sínu og leggja bæri ákvæði þeirra til grundvallar í vissum til- fellum. Að þessu athuguðu þótti ekki unnt að fallast á að sniðganga mætti ákvæði laga nr. 3/1900 í málinu, en samkvæmt 11. gr. þeirra hafi maðurinn einn umráð 95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.