Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Page 101
amir hefðu ekki verið í samræmi við framangreint ákvæði og miklu óhagstæðari
væntanlegum kaupanda; hafi þetta getað haft áhrif á úrslit uppboðsins. Af hálfu
vamaraðila var þeim einum andmælum hreyft að ákvæðum tilskipunarinnar hefði
ekki verið fylgt lengi. I dómi Hæstaréttar sagði að þótt svo væri standi þau enn í
lögum og verði ekki talin fallin brott fyrir notkunarleysi. Var því fallizt á framan-
greinda ómerkingarkröfu.
Vegna dómsins voru gefin úr bráðabirgðalög nr. 113/1936 þar sem 3. mgr.
10. gr. tilskipunarinnar var felld úr gildi.
Hæstaréttardómar 1954, bls. 439.
I forsetaúrskurði, sbr. auglýsingu nr. 58/1953, um skipun og skipting starfa ráðherra
o. fl. var utanríkisráðherra meðal annars falið að fara með lögreglumálefni á varnar-
svæðum, þar á meðal Keflavíkurflugvelli, en samkvæmt sama úrskurði bar dómsmál
almennt undir dómsmálaráðherra. Sakadómur Keflavíkurflugvallar kvað upp úrskurð
í opinberu máli sem ákærði kærði til Hæstaréttar og samþykkti utanríkisráðherra
kæru úrskurðarins með vísan til 124. gr. laga nr. 27/1951 um meðferð opinberra
mála. I dómi Hæstaréttar sagði að ákvæði áðurgreindra laga yrðu ekki skilin á annan
veg en þann að einn og sami dómsmálaráðherra færi með ákæruvald í landinu á
hverjum tíma svo sem tíðkazt hefði og eðli máls sé samkvæmt. Á þessari skipun
yrði ekki gerð breyting nema með lögum sem greindu skýrt hvemig ákæruvaldi
skyldi skipt milli ráðherra. - Með forsetaúrskurði yrði ekki gerð breyting á gildandi
lögum um það að einn og sami dómsmálaráðherra færi með ákæruvaldið á hverjum
tíma. Var talið að utanríkisráðherra hefði brostið heimild til að samþykkja kæru til
Hæstaréttar og málinu því vísað frá Hæstarétti.
Þessi dómur varð tilefni þess að sett voru bráðabirgðalög nr. 78/1954 um
yfirstjóm mála á varnarsvæðum o. fl., sbr. lög nr. 106/1954.
Hæstaréttardómar 1959, bls. 598.
K og M gengu í hjónaband árið 1908, en árið 1958 kom til skilnaðar og var bú
þeirra tekið til opinberra skipta. M gerði P og R tilboð dags. 4. júní 1958 um að
selja þeim fasteign búsins ásamt fleim fyrir tiltekið verð. K höfðaði mál til að ógilda
framangreint tilboð. Var krafan reist á því að lög nr. 3/1900 um fjármál hjóna væru
löngu úr gildi gengin þar sem þau samrýndust ekki lengur hugmyndum manna um
réttarstöðu kvenna í þjóðfélaginu eða jafnrétti kynjanna. í dómi bæjarþings Reykja-
víkur sagði að með setningu laga nr. 20/1923 um skyldur og réttindi hjóna hafi lög
nr. 3/1900 ekki verið úr gildi numin, heldur skyldu þau gilda áfram um innbyrðis
fjárhagsstöðu hjóna ef hjónabandið væri stofnað fyrir 1. janúar 1924 og hjón hefðu
ekki samið um að fjármál sín færu eftir hinum yngri lögum. Við endurskoðun og
gerbreytingu á grundvallarreglum laga nr. 3/1900 hafi löggjafinn mælt svo fyrir að
þau gætu haldið gildi sínu og leggja bæri ákvæði þeirra til grundvallar í vissum til-
fellum. Að þessu athuguðu þótti ekki unnt að fallast á að sniðganga mætti ákvæði
laga nr. 3/1900 í málinu, en samkvæmt 11. gr. þeirra hafi maðurinn einn umráð
95