Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Qupperneq 14

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Qupperneq 14
sérfræðingur kynni sér og þekki skilmála ábyrgðar frekar en sá sem er reynslu- laus í slíkum viðskiptum.3 2.3 Túlkun kröfuábyrgðar Almennt hefur efni og tilgangur viðkomandi löggemings áhrif við túlkun hans. Leggja verður til grundvallar að kröfuábyrgð sé ætlað að veita raunhæfa tryggingu fyrir efndum kröfu. Þessu hlutverki kröfuábyrgðar fengi ekki sam- rýmst að túlka ábyrgð eingöngu með tilliti til hagsmuna ábyrgðarmanns þannig að hann verði ekki talinn frekar skuldbundinn en vilji hans stendur ótvírætt til. Þótt ábyrgð sé venjulega einhliða skuldarsamband og ábyrgðarmaður hafi sjaldnast sjálfstæða hagsmuni af því að stofna til slíkrar skuldbindingar verður kröfuábyrgð almennt ekki talin vildargemingur í þágu kröfuhafa þannig að til álita komi mildari reglur gagnvart ábyrgðarmanni á sama hátt og á við um gjafageminga. Á hinn bóginn getur skipt máli við túlkun ábyrgðar hvort ein- staklingur eða lánastofnun hefur gengist undir slíka skuldbindingu. Má ætla að strangari kröfur séu almennt gerðar til stofnana sem búa yfir eða hafa aðgang að sérþekkingu á þessu sviði. Yerður að gera ráð fyrir að ríkari tilhneigingar gæti til að túlka ábyrgð einstaklingi í hag hvort heldur sem hann hefur gengist undir slíka skuldbindingu eða ábyrgðinni verið beint að honum. Auk þeirra atriða sem hér hafa verið rakin um túlkun kröfuábyrgðar hafa atvik hvers máls áhrif, svo sem við túlkun löggeminga endranær. Þar sem þau eru frábrugðin frá einu tilviki til annars er ekki unnt að setja fram algildar reglur um túlkun kröfuábyrgðar og verður þetta viðfangsefni ekki nálgast á annan veg en að setja fram reglur til leiðbeiningar. I þeim efnum koma til álita sömu reglur og almennt geta átt við um túlkun löggeminga en þær sem einkum skipta máli við túlkun kröfuábyrgðar eru annars vegar meðskýringarreglan (d. mini- mumsreglen) og hins vegar andskýringarreglan (d. uklarhedsreglen). Samkvæmt meðskýringarreglunni verður lögð til gmndvallar sú niðurstaða sem síst er íþyngjandi fyrir loforðsgjafa ef vafi leikur á um efni skuldbindingar. Um þetta má í dæmaskyni nefna þá fyllingarreglu varðandi kröfuábyrgð að almennt telst ábyrgð einföld ef ábyrgðarmaður hefur ekki ótvírætt gengist undir sjálfskuldarábyrgð sem venjulega leggur fyrr greiðsluskyldu á hans herðar svo sem síðar verður nánar rætt. Ætla verður að ríkari tilhneigingar gæti til að beita meðskýringarreglunni því almennari og víðtækari sem kröfuábyrgð er. 3 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 156-157; Hans Viggo Godsk Pedersen: Kaution, bls. 22- 23; Henry Ussing: Aftaler, bls. 184-185. Nefna má til hliðsjónar UIK 1992.162 en í þeim dómi voru málsatvik þau að við innritun unglings í grunnskóla hafði móðir hans undirritað inntökueyðublað sem meðal annars hafði að geyma svo- hljóðandi yfirlýsingu prentaða með smáu letri: „Forældre/værge bekræfter samtidig at have det fulde dkonomiske ansvar i forbindelse med skoleopholdet, herunder - at man sammen með eleven, ogsá pkonomisk stár inde for evt. erstatningskrav fra skolens side for skadevoldende handlinger ...“. A grundvelli þessarar yftrlýsingar var höfðað mál á hendur móðurinni til heimtu skaðabóta vegna tjóns sem ungmennið hafði valdið og talið var því til sakar. Hin víðtæka skuldbinding móðurinnar var ekki talin bindandi þar sem sérstök athygli hennar var ekki vakin á þessari ábyrgð. 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.