Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Qupperneq 25

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Qupperneq 25
Á fyrri tímum voru skiptar skoðanir meðal fræðimanna um hvort kostir kröfuhafa til að færa sönnun að ógjaldfæmi aðalskuldara væru takmarkaðir. Þannig taldi danski fræðimaðurinn 0rsted (1778-1860) að kröfuhafi yrði að færa fram áreiðanlega sönnun fyrir því að hvaða marki greiðsla fengist hjá aðalskuldara. Sú sönnun væri kröfuhafa aðeins tæk í þeim tilvikum þegar hann hefði látið fara fram fjámám hjá aðalskuldara, eftir atvikum með ráðstöfun hins fjámumda í kjölfarið, eða bú aðalskuldara hefði verið gert upp endanlega. Að öllum líkindum var þessi kenning reist á sjónarmiðum fyrri alda um form- bundna sönnun. Aftur á móti er það nú rrkjandi viðhorf að því sé engum sér- stökum takmörkunum háð til hvaða úrræða kröfuhafi getur gripið í því skyni að sanna að aðalskuldari sé ógjaldfær. Gildir því á þessu sviði sem öðrum megin- regla réttarfars um frjálst sönnunarmat, sbr. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.29 Samkvæmt eldri reglum um formbundna sönnun var tilskilið form full- nægjandi til að sanna ógjaldfæmi aðalskuldara. Því þurfti ekki annað að koma til svo ógjaldfæmi aðalskuldara teldist sönnuð en að gert hefði verið árangurs- laust fjámám hjá honum. Með hliðsjón af reglunni um frjálst sönnunarmat yrði þetta ekki lagt til grundvallar nú og því væri ábyrgðarmanni unnt að færa fram andsönnun um gjaldfæmi aðalskuldara. Þannig gæti honum tekist að gera líklegt að fjámám hjá aðalskuldara væri ekki viðhlítandi sönnun um ógjaldfæmi hans svo sem nánar verður rætt í kafla 3.3.3.2.30 Við mat á því hvort ógjaldfæmi aðalskuldara telst sönnuð skiptir máli hvaða tímamark verður lagt til grundvallar. í þeim efnum ræður væntanlega úrslitum hvort ætla megi að engin fullnusta muni fást hjá aðalskuldara þegar kröfuhafi gengur að ábyrgðarmanni og krefst greiðslu úr hendi hans. Þetta skiptir máli þar sem all nokkur tími getur liðið frá því að kröfuhafi tryggir sér sönnun um ógjaldfæmi þar til hann gerir ábyrgðina gildandi en þá gæti fjárhagsstaða aðal- skuldara hafa batnað. Verður almennt að ætla að ábyrgðarmaður geti komið í veg fyrir að greiðsluskylda hans verði virk við þessar aðstæður með því að hnekkja fyrri sönnun um ógjaldfærni aðalskuldara vegna breyttra aðstæðna. Því hefur þó verið haldið fram að kröfuhafi geti gengið að ábyrgðarmanni þótt aðalskuldari verði síðar gjaldfær ef árangurslaust fjámám hefur verið gert hjá honum fyrir kröfunni. Þannig skipti engu þótt kröfuhafi haldi að sér höndum gagnvart ábyrgðarmanni og aðalskuldari hafi eftir fjámámið eignast fjármuni sem unnt væri að ganga að með nýrri fullnustugerð.31 Þessi niðurstaða væri rökrétt samkvæmt eldri sjónarmiðum um formbundna sönnun enda fullnustu- gerðin sem slík nægileg í þeim efnum. Þetta orkar aftur á móti tvímælis í ljósi gildandi meginreglu um frjálst sönnunarmat og fær varla samrýmst þeim 29 í Garantirett I, bls. 165-168, gerir Carsten Smith grein fyrir mismunandi kenningum eldri fræðimanna og rekur þá dóma sem gengið hafa í Noregi um álitaefnið. Sjá einnig Henry Ussing: Kaution, bls. 85, og nánari umfjöllun í neðanmálsgrein 34. 30 Carsten Smith: Garantirett I, bls. 170. 31 Henry Ussing: Kaution, bls. 86 og Enkelte kontrakter, bls. 182. 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.