Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Side 26

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Side 26
tilgangi einfaldrar ábyrgðar að greiðsluskylda ábyrgðarmanns verði ekki virk ef fullnusta verður fengin hjá aðalskuldara. Ef kröfuhafi hefur á hinn bóginn þegar gert ábyrgðina gildandi og krafist greiðslu úr hendi ábyrgðarmanns á grundvelli viðhlítandi sönnunar um að aðalskuldari sé ógjaldfær verður ekki talið að virk greiðsluskylda falli niður af því tilefni einu að aðalskuldari hefur síðar orðið gjaldfær.32 Kröfuhafi getur á ýmsa vegu sýnt fram á ógjaldfæmi aðalskuldara en mögu- leikar hans í þeim efnum ráðast af atvikum hverju sinni. Þótt ekki verði gerð grein fyrir því álitaefni til hlítar reynir öðru fremur á ákveðin tilvik sem hér verður gerð nánari grein fyrir. Að því loknu verður kannað hvort slakað verði á kröfum um sönnun við tilteknar aðstæður. 3.3.3.2 Árangurslaust fjárnám hjá aðalskuldara Árangurslaust fjámám hjá aðalskuldara verður almennt talið fullnægjandi sönnun fyrir ógjaldfæmi hans. Það sama gildir einnig um kyrrsetningu og lög- geymslu enda gilda sömu reglur og við fjámám um hvaða eignir geti verið andlag slíkra gerða og hvenær þeim verði lokið án árangurs, sbr. 15. gr. og 2. mgr. 23. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu lögbann o.fl.33 Þótt kröfuhafi geti með ýmsu móti sannað ógjaldfæmi aðalskuldara er vafalaust viðurhlutaminnst fyrir hann að leita fullnustu kröfunnar með fjámámi hjá aðalskuldara og um leið tryggja sér sönnur fyrir ógjaldfæmi hans ef fullnustugerðin reynist árangurs- laus. Almennt skiptir engu um sönnunargildi árangurslauss fjámáms hvort gerðin hefur farið fram fyrir þeirri kröfu sem tryggð er með ábyrgð eða annarri kröfu á hendur aðalskuldara. Þá er aðild kröfuhafa að fjámáminu ekki skilyrði og því gæti hann sannað ógjaldfæmi aðalskuldara með árangurslausu fjámámi sem farið hefur fram hjá aðalskuldaranum samkvæmt beiðni annars kröfuhafa.34 Þótt árangurslaust fjámám sé almennt fullnægjandi til að sanna ógjaldfæmi aðalskuldara geta annmarkar við fjámámið dregið úr gildi þess svo að það verði ekki lagt til grundvallar sem viðhlítandi gagn um efnahag hans. í þeim efnum skiptir máli hvort gætt hefur verið reglna 8. kafla laga nr. 90/1989 um aðför varðandi það hvenær fjárnámi verði lokið án árangurs. Þannig verður að ætla að fjámámi sem lokið hefur verið sem árangurslausu án nærveru gerðarþola eða málsvara hans, þrátt fyrir ákvæði 62. gr. laganna um að fjámámi verði almennt ekki lokið á þann veg við slíkar aðstæður, teldist ófullnægjandi sönnun fyrir 32 Carsten Smith: Garantirett I, bls. 180-183. 33 í H 1962 272 var í héraðsdómi talið að árangurlaus kyrrsetningargerð hjá aðalskuldara væri nægjanleg sönnun þess að hann ætti ekki eignir til greiðslu skuldar og var þvf ekki fallist á kröfu ábyrgðarmanns um sýknu að svo stöddu. Málið var dæmt á öðrum grundvelli í Hæstarétti. Ur eldri dómaframkvæmd má geta Lyrd 1902 441 en í því máli var árangurslaus kyrrsetningargerð einnig talin fullnægjandi sönnun fyrir ógjaldfæmi aðalskuldara. 34 Carsten Smith: Garantirett I, bls. 169-170. Hvað þetta varðar má einnig vísa til Jóns Kristjánssonar: Islenskur kröfurjettur, bls. 240-241. 20

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.