Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Qupperneq 27

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Qupperneq 27
ógjaldfæmi gerðarþola. Einnig getur fjámám verið ófullnægjandi sönnunar- gagn í þessu efni þótt fjámáminu hafi réttilega verið lokið án árangurs. Hér má nefna að yfirlýsing um eignaleysi við fjámám gæti verið ótrúverðug eða gefin af manni sem ekki hefur næga yfirsýn yfir efnahag gerðarþola.35 Enn fremur gæti árangurslaust fjámám verið ófullnægjandi sökum þess að langur tími hefur liðið frá því að gerðin fór fram.36 Tæplega verður fullyrt hve langur tími þarf að líða svo að sönnunargildi fjámáms verði með réttu dregið í efa en væntan- lega koma ár fremur til álita en mánuðir. Þetta getur einnig ráðist af nánari atvikum hverju sinni, svo sem breyttum aðstæðum aðalskuldara eftir að gerðin fór fram. Þegar fjámámi hefur lokið sem árangurslausu, án þess þó að það eitt og sér geti talist viðhlítandi sönnun fyrir ógjaldfæmi aðalskuldara, getur það ásamt öðmm gögnum talist fullnægjandi sönnun þegar á heildina er litið. Þannig kynni árangurslaust fjámám sem fram fór hjá aðalskuldara fyrir all löngu, ásamt síðari gögnum um efnahag hans, að teljast lögfull sönnun um ógjaldfæmi svo greiðsluskylda ábyrgðarmanns verði virk. 3.3.3.3 Gjaldþrotaskipti á búi aðalskuldara Greiðsluskylda ábyrgðarmanns getur orðið virk við gjaldþrotaskipti á búi aðalskuldara. Þá reynir á það álitaefni hvenær greiðsluskylda verður virk en áhorfsmál er hvaða tímamark leggja verður til gmndvallar. I þeim efnum getur valið staðið á milli upphafs skiptanna annars vegar þannig að greiðsluskyldan verði virk þegar við töku bús aðalskuldara til gjaldþotaskipta eða þegar skiptum hefur verið lokið hins vegar og kröfuhafi fengið þá fullnustu sem til hrekkur af eignum búsins. Einnig getur komið til álita tímamarkið þama á milli þannig að greiðsluskyldan verði virk undir skiptameðferð á búi aðalskuldara. Aður en þetta verður tekið til umræðu skal þess þó getið að gjaldþrotaskipti á búi aðal- skuldara ráða vitanlega engu um greiðsluskyldu ábyrgðarmanns ef hún var þegar orðin virk af þeim sökum að kröfuhafi hefur fyrir upphaf skipta tryggt sér viðhlítandi sönnun þess að engin fullnusta verði fengin hjá aðalskuldara. Hafi gjaldþrotaskiptum á búi aðalskuldara lokið með úthlutun til lánardrottna leikur enginn vafi á að ^reiðsluskylda ábyrgðarmanns vegna eftirstöðva skuldarinnar er orðin virk. I því sambandi skiptir engu þótt skiptum hafi lokið án þess að öllum réttindum búsins hafi verið ráðstafað og skiptin kunni síðar að 35 Þetta svipar nokkuð til þeirra skilyrða sem gilda þegar bú skuldara er tekið til gjaldþrotaskipta að kröfu lánardrottins samkvæmt 1. tl. 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., en þar er gerður sá áskilnaður að ekki sé ástæða til að ætla að árangurslaus gerð geft ranga mynd af fjárhag skuldara. Þó verður að gæta varfæmi við að draga ályktanir af úrlausnum á því sviði þegar af þeirri ástæðu að ekki eru gerðar sömu kröfur til ógjaldfæmi skuldara þegar bú hans er tekið til gjaldþrotaskipta, svo sem áður er lauslega vikið að í kafla 3.3.2. Þá verður einnig að taka tillit til þess að gjaldþrotaskipti á búi skuldara em almennt viðurhlutameiri fyrir hann en fyrir ábyrgðar- mann að þurfa að þola að greiðsluskylda samkvæmt einfaldri ábyrgð verði virk. 36 Carsten Smith: Garantirett I, bls. 170, Garantirett III, bls. 254 og Kausjonsrett, bls. 89. 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.