Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Page 38
Þegar ábyrgðarmaður hefur gengist undir alábyrgð eða aðra víðtæka ábyrgð-
arskuldbindingu hefur almennt verið talið að hún sæti þröngri túlkun. Þannig
verður að ætla að ábyrgð taki ekki til krafna á hendur aðalskuldara sem gagn-
gert hafa verið framseldar kröfuhafa í því skyni að fella þær undir skuldbind-
ingu ábyrgðarmanns. Það sama á við ef ekki var unnt að gera ráð fyrir að krafa
félli undir ábyrgð, svo sem ef tilviljun ein ræður því að banki, sem af öðru til-
efni hefur víðtæka ábyrgð, leysir til sín kröfu á hendur aðalskuldara. Verður síð-
ur talið koma til álita að óvenjulegar og ófyrirsjáanlegar kröfur á hendur aðal-
skuldara falli undir skuldbindingu ábyrgðarmanns. Einnig getur verið að víðtæk
ábyrgð hafi gagngert verið veitt vegna tiltekinna lögskipta kröfuhafa og aðal-
skuldara. Þá kemur til greina að ábyrgðin verði talin bundin við þau lögskipti
og taki þannig ekki til krafna sem standa utan þeirra.60 Með hliðsjón af dóma-
framkvæmd verður einnig að gera ráð fyrir enn frekari takmörkunum en hér
hafa verið raktar. í þeim efnum þykir ástæða til að hafa til hliðsjónar eftirfarandi
dóma sem að vísu varða tryggingar í öðru formi en kröfuábyrgð.
H 1995 2445 Með tryggingarbréfi útgefnu af Álafossi hf. fékk Verzlunarbanki
Islands hf. að handveði innistæðu á reikningi í bankanum. Handveðið var sett til
tryggingar vegna ábyrgðar bankans á greiðslum samkvæmt kaupleigusamningi Ála-
foss hf. við tiltekið fjármálafyrirtæki. Samkvæmt prentuðum skilmálum tryggingar-
bréfsins átti handveðrétturinn að auki að ná til annarra skulda sem Álafoss hf. stæði
þá eða síðar í við Verzlunarbankann. I kjölfar þess að bú Álafoss hf. var tekið til
gjaldþrotaskipta var hluta af innistæðu á reikningnum ráðstafað til að greiða að fullu
skuldir samkvæmt kaupleigusamningnum. Um eftirstöðvar á reikningnum deildu
síðan þrotabú Álafoss hf. og íslandsbanki hf. sem tekið hafði við allri bankastarfsemi
Verzlunarbankans og þriggja annarra banka.
I dómi Hæstaréttar sagði svo: „Eigi verður talið, að framangreindur handveðsréttur
hafi við þessa sameiningu bankanna færst yfir á aðrar skuldbindingar, sem útgefandi
tryggingarbréfsins kynni þá eða fram að sameiningu bankanna að hafa gengist undir
gagnvart öðrum þessara banka en Verzlunarbanka Islands hf. Forsendur handveðsins
voru viðskipti Álafoss hf. í Mosfellshreppi við Verzlunarbankann, eins og þeim var
lýst í tryggingarbréfinu. Hinn nýi banki gat ekki öðlast rýmri rétt en hver bankanna
um sig hafði gagnvart viðskiptamönnum sínum, og því gat efnislegt umfang hand-
veðsins ekki aukist við sameininguna, án þess að annað kæmi til. Handveðsrétturinn
féll því úr gildi við uppgjör kaupleigusamningsins ..., enda var þá engum öðrum
viðskiptum til að dreifa milli Álafoss hf. og Verzlunarbanka íslands hf.“
H 1996 3267 A gaf út víxil til tryggingar á skuldum G vegna viðskipta hans með
greiðslukort frá Kreditkorti hf. Var víxillinn óútfylltur að því er varðaði útgáfudag,
gjalddaga og fjárhæð. Greiðslufall varð af hálfu G og því var víxillinn fylltur út með
fjárhæð sem svaraði til þeirra vanskila. A greiddi síðan víxilskuldina með rúmum 3,3
60 Hans Viggo Godsk Pedersen: Kaution, bls. 39-42; Lennart Lynge Andersen og Erik
Werlauff: Kreditretten, bls. 267-270; Bcrnhard Gomard: Obligationsret, 4. del, bls. 31; Henry
Ussing: Kaution, bls. 39, neðanmálsgrein 7; Carsten Smith: Garantirett III, bls. 213-217 og
Kausjonsrett, bls. 73.
32