Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Qupperneq 47

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Qupperneq 47
hafi verið tilkynnt um fyrirhugaðar innheimtuaðgerðir og gefið hæfilegt svig- rúm til að komast hjá væntanlegum kostnaði með því að leysa kröfuna til sín. Með þessu mæla einnig þeir hagsmunir ábyrgðarmanns að gagnstæð regla hefði væntanlega í för með sér auknar líkur á því að kröfuhafi innheimti kröfuna beint hjá ábyrgðarmanni þegar ábyrgðin verður virk í stað þess að leita fullnustu hennar hjá aðalskuldara. Að öðrum kosti tæki kröfuhafi á sig áhættuna af því að þurfa að bera kostnað við árangurslausa innheimtu kröfunnar hjá aðalskuldara. Þrátt fyrir þessar röksemdir verður ekki fullyrt um hver réttarstaðan er.77 4.5 Takmarkanir á rétti ábyrgðarmanns til að hafa uppi mótbárur gagnvart kröfuhafa 4.5.1 Almennt Um kröfuábyrgð gildir sú meginregla að ábyrgðarmaður getur haft uppi allar þær sömu mótbárur við kröfuhafa og aðalskuldari. Þetta á við án tillits til afstöðu aðalskuldara og getur ábyrgðarmaður jafnvel borið fyrir sig mótbáru þótt aðalskuldari hafi fallið frá henni. Að öðrum kosti gæti aðalskuldari haft óeðlileg áhrif á stöðu ábyrgðarmanns.78 Þær mótbárur sem hér koma til álita geta lotið að því að krafa hafi aldrei verið til, hún sé fallin úr gildi eða efni hennar hafi verið breytt frá því sem upphaflega var ákveðið. Abyrgðarmaður getur vitanlega einnig haft uppi allar þær mótbárur sem lúta að hans eigin skuldbindingu. Þessi réttur ábyrgðarmanns til að hafa uppi mótbárur gegn kröfuhafa er í ákveðnum tilvikum takmarkaður og á það bæði við um mótbárur sem varða aðalkröfu og mótbárur gegn sjálfri ábyrgðarkröfunni. Þetta getur leitt af réttar- farsreglum og reglum sem gilda um framsal viðskiptabréfa. Ástæða er til að ræða þetta nánar. 4.5.2 Skuldabréfamál í XVII. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er að finna sérreglur um skuldabréfamál þar sem málsmeðferðin víkur frá almennum reglum um meðferð einkamála í vissunt atriðum. Skuldabréfamál eru ein tegund mála sem sæta svokallaðri afbrigðilegri málsmeðferð. Helsta frávik frá almennum reglum við meðferð mála sem rekin eru eftir XVIII. kafla laga nr. 91/1991 er að þær vamir sem komast að í slíku máli eru takmarkaðar við þau atvik sem greind eru í 118. gr. laganna. Þar segir í 1. mgr. 77 Hér er ástæða til að geta H 1943 341 en þar voru málavextir þeir að gengist hafði verið í ábyrgð fyrir greiðslu samkvæmt leigusamningi um íbúðarhúsnæði. í samræmi við skuldbindingu ábyrgðar- manns var honum gert að greiða leigusala vangreidda húsaleigu en auk þess var ábyrgðarmanni gert að greiða kostnað við árangurslausa löghaldsgerð hjá leigutaka. Af dóminum verður ekki ráðið að ábyrgðarmaður hafi sérstaklega mótmælt þessum kröfulið og því verða tæplega dregnar afdráttar- lausar ályktanir af þessum dómi. 78 Henry Ussing: Kaution, bls. 189; Carsten Smith: Garantirett III, bls. 186-189 og Kausjonsrett, bls. 59-60. 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.