Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Side 63

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Side 63
konar brot áður og þá með hve löngu millibili. Persónulegar aðstæður dómþola þurfa ennfremur sérstakrar skoðunar við. Það kann t.d. að vera að aðstæður hans hafi breyst mjög til batnaðar frá því að brotið var framið og ljóst sé að dómþoli sé að gera tilraun til að víkja af afbrotabraut. í slíkum tilvikum er samfélagsþjónustan tækifærið til þess að byrja upp á nýtt, framhaldið er svo undir dómþola komið. Sé dómþoli ungur að árum eða sé hann að hljóta sinn fyrsta óskilorðsbundna dóm getur samfélagsþjónustan á sama hátt verið hans síðasta tækifæri áður en afbrotaferill hans tekur á sig aðra mynd. Það er ekki skilyrði fyrir samfélagsþjónustu að dómþoli sé í fastri vinnu eða námi þó að andi laganna sé í þá áttina. Gjaman er við það miðað að dómþoli geti sýnt fram á að honum séu tryggð önnur kjör er nægi honum til lífsviður- væris svo sem örorkubætur. í fyrrnefndu frumvarpi til laga um samfélagsþjónustu segir að margir dóm- þolar eigi við áfengis- og fíkniefnavandamál að stríða. I slrkum tilfellum verði að meta hvort þessi vandamál dómþola séu þess eðlis að hann geti innt sam- félagsþjónustu af hendi. Eins og fyrr segir veitir sakarferillinn oft vísbendingu um það hversu dómþola er mikill vandi á höndum. Kann það að skipta sköpum að hann hafi tekið á þeim vanda og hugsanlega leitað sér aðstoðar hjá með- ferðarstofnun. Eitt skilyrði samfélagsþjónustu, sé hún ákveðin, er bann við neyslu áfengis- og fíkniefna. Ennfremur má geta þess að Fangelsismálastofnun hefur heimild til þess að fallast á samfélagsþjónustu með viðbótarskilyrðum, m.a. skilyrði um áfengis- og fíkniefnameðferð, skv. 2. mgr. 25. gr. laga um fangelsi og fangavist, sbr. 2.-6. tölul. 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga. Fangelsismálastofnun hefur farið varlega í að beita þessu skilyrði varðandi innlögn en hér er um að ræða viðbót við samfélagsþjónustuna, þ.e. sá tími sem dómþoli ver á meðferðarstofnun telst eigi til frádráttar í klukkustundum. Vinnu- skyldan hvflir eftir sem áður á dómþolanum. Viðbótarskilyrðið er því íþyngj- andi fyrir dómþola. Gangist hann ekki undir það á hann ekki annarra kosta völ en að afplána refsingu sína. í öðru lagi má nefna fyrrgreint skilyrði samfélags- þjónustu um áfengis- og fíkniefnabindindi. Fangelsismálastofnun hefur því í flestum tilvikum aðeins beitt viðbótarskilyrðinu þegar afstaða dómþola til meðferðar hefur verið jákvæð. Reynslan hefur einnig sýnt að meðferð þjónar oft litlum tilgangi sé um að ræða dómþola sem eigi ganga sjálfviljugir í gegnum meðferðina. Meðferðarstofnanimar sjálfar hafa ennfremur verið mótfallnar því að taka slrka dómþola í meðferð enda geta þeir valdið óróa í meðferðarhópnum. Göngudeildarmeðferðir sem viðbótarskilyrði hafa hins vegar oft gefið góða raun og er þá fylgst með því að dómþoli leiti sér meðferðar þar með reglulegu millibili á samfélagsþjónustutímanum. A tilraunatímabili samfélagsþjónustunnar var gildissvið hennar þrengra en nú en þá var aðeins unnt að fullnusta allt að 3 mánaða óskilorðsbundinn dóm með samfélagsþjónustu. Á þeim tíma höfðu flestir dómþolar verið dæmdir fyrir brot gegn umferðarlögum og var meðaltal áranna 1995-1997 u.þ.b. 92%. Gildissvið samfélagsþjónustunnar var útvíkkað eins og áður sagði í 6 mánuði 57

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.