Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Qupperneq 66

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Qupperneq 66
fallist sé á umsókn með viðbótarskilyrði um meðferð, sé ástæða til, hafi úrræðið ekki verið notað í fyrra skiptið. Fangelsismálastofnun hefur fallist á samfélags- þjónustu í annað sinn í 8 skipti frá upphafi. Eigi hefur verið fallist á sam- félagsþjónustu í þriðja sinn enda hefur í þeint tilvikum þótt augljóst að sam- félagsþjónustan þjóni ekki þeim tilgangi sínum að leiða dómþola af afbrota- braut. 3. KOSTIR STJÓRNSÝSLULEIÐARINNAR Nú er lokið umfjöllun um málsmeðferðarreglur IV. kafa laga um fangelsi og fangavist og getið hefur verið helstu sjónarmiða varðandi ákvörðunartöku í samfélagsþjónustumálum. I stjómsýslulögum er að öðru leyti að finna mjög skýrar málsmeðferðarreglur sem gilda um meðferð mála í stjómsýslunni. Mark- mið lagareglnanna er m.a. að tryggja réttaröryggi borgaranna í skiptum þeirra við stjómvöld. Um er að ræða ítarlegar reglur um málsmeðferð sem eiga að stuðla að réttri og málefnalegri úrlausn í hverju máli og tryggja vandaða málsmeðferð á sama hátt og þegar mál eru til meðferðar hjá dómstólum. Rétt er að nefna nokkra kosti stjórnsýsluleiðar samfélagsþjónustunnar og má geta þess að þeirra er getið í greinargerð Ragnheiðar Bragadóttur lektors um kosti og galla samfélagsþjónustunnar sem var meðal þeirra gagna er lagt var mat á þegar framvarp til laga um samfélagsþjónustu var til umfjöllunar á Alþingi á árinu 1994. Rétt er að hér komi fram að Ragnheiður er ekki fylgis- maður stjómsýsluleiðarinnar. Fyrst má nefna skilvirka málsmeðferð. Sá tími sem líður frá því að umsókn um samfélagsþjónustu er lögð fram og þar til henni er svarað er skammur enda eru umsóknir afgreiddar vikulega hjá stofnuninni. Dómþoli hefur störf litlu síðar. Yrði dómstólaleiðin farin hefði það eflaust sín áhrif á hraða málsmeðferðar fyrir dómi svo og á ferilinn allan. Nefna má minni kostnað. í greinargerð með fmmvarpi til laga um samfélagsþjónustu sagði að með því að ákvörðun um samfélagsþjónustu sé fullnustuákvörðun á vegum stjómvalda megi reikna með að kostnaður við framkvæmd verði mun lægri en ef sú leið væri farin að leggja ákvörðun á dómstóla í hverju einstöku falli. Vegur það hér þungt að í öllum þeim málum þar sem til álita kæmi að beita samfélagsþjónustu færi fram könn- un á persónulegum högum og aðstæðum hins brotlega. Myndi þetta kalla á fleiri verkefni og fjölgun starfsfólks fullnustuaðila. A hinum Norðurlöndunum eru það fullnustuaðilar sem taka persónuskýrslur samkvæmt beiðni dómstóls eða ákæruvalds. Að lokum má nefna samræmi í meðferð mála. I 11. gr. stjómsýslulaga er fjallað um jafnræðisregluna þar sem segir að við úrlausn mála skuli stjómvöld gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti. Þó svo að engin tvö mál séu nákvæmlega eins skal þó leitast við að leysa sambærileg mál á grundvelli sömu sjónarmiða. Form samfélagsþjónustu í dag sem felst í því að ákvörðun um samfélagsþjónustu er á hendi eins aðila tryggir þetta samræmi í meðferð mála. 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.