Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Side 9

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Side 9
2. FLOKKUN MANNRÉTTINDA SEM BYGGIST Á MISMUNANDI SKYLDUM RÍKISINS Nauðsynlegt er að fara nokkrum orðum um þá flokkun mannréttinda sem hefð er fyrir að nota með hliðsjón af eðli þeirra. Slík flokkun er notuð sem meg- inröksemd fyrir því að þeim verði ekki framfylgt með sama hætti. Borgaraleg og stjómmálaleg mannréttindi hafa frá öndverðu einkennst af togstreitu ríkis og borgara. Með þeim er lýst yfir ýmsum frelsisréttindum borgaranna gagnvart gerræðislegum afskiptum ríkisins eða banni við tilteknum athöfnum þess. Dæmigerð réttindi af þessum toga em persónufrelsi, skoðana- og tjáningar- frelsi, félaga- og fundafrelsi, ferðafrelsi, friðhelgi heimilisins og frelsi til að njóta eigna sinni. Gengið er út frá því að menn séu fæddir jafnir með ákveðin réttindi sem ekki verði af þeim tekin. Réttindi þessi verði best tryggð með afskiptaleysi ríkisins og þau takmarkist aðeins af réttindum annarra. Krafa er gerð um að slíkar takmarkanir byggist á almennum og hlutlægum sjónarmiðum og að mælt sé fyrir um þær í lögum til þess að spoma við gerræðislegum ákvörðunum unt að beita þeim. Þessi mannréttindi rekja rætur sínar til náttúru- réttarkenninga 18. aldar og birtast afdráttarlaust í réttindaskjölum borgara við lok einveldistíma.1 Vegna þeirra skyldna sem borgaraleg og stjómmálaleg rétt- indi leggja á ríkið, þ.e. að halda að sér höndum, hafa réttindi af þessum toga verið kölluð neikvæð réttindi. Flest þessara réttinda hafa verið bundin í íslensku stjómarskrána allt frá 1874. Um áratuga skeið hafa íslenskir dómstólar beitt þessum réttindum í stjómarskránni með þeim hætti að löggjöf sem gengur of langt til að takmarka þau er vikið til hliðar. Gagnstætt þessu eru efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi skil- greind sem jákvæð réttindi þar sem þau verði ekki virk nema ríkið grípi til sér- stakra aðgerða til að tryggja þau, enda kveða þau oft á um rétt til tiltekinnar aðstoðar. Dæmigerð réttindi af þessum toga eru réttur til félagslegs öryggis, þar með talið almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar, réttur til viðunandi lífsaf- komu, réttur til að njóta sjúkraþjónustu, réttur til að taka þátt í menningarlífi auk sérstakra réttinda viðkvæmra hópa sem þarfnast vemdar, til dæmis bama og unglinga, bamshafandi kvenna og fatlaðra. Örðugt er að draga skörp skil á milli efnahagslegra réttinda annars vegar og félagslegra réttinda hins vegar. Oftast er rætt um þessi réttindi í sömu andrá enda eru þau oft og tíðum samtvinnuð. I einfaldaðri mynd má segja að efna- hagsleg réttindi tengist möguleikum manns til afkomu og að afla sér tekna til þess að hann megi njóta efnahagslegs öryggis. Dæmigerð slík réttindi eru rétt- ur manns til vinnu og réttur til sanngjamra launa. Þegar rætt er um félagsleg réttindi er gjaman skírskotað til réttar til félagslegs öryggis. Það hugtak má greina í tvo megin þætti, félagslegar tryggingar eða almannatryggingar, þar sem gengið er út frá því að við lýði séu samtryggingarsjóðir sem stofnast a.m.k 1 Alf Ross og Ernst Andersen: Dansk statsforfatningsret, bls. 176. Sbr. einnig Gunnar G. Schram: Stjómskipunarréttur, bls. 448-450. 77

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.