Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Síða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Síða 17
Með breytingunum, sem gerðar voru á stjómarskránni með stjskl. 97/1995, voru ákvæði hennar þannig í verulegum atriðum tengd alþjóðlegum mannrétt- indasamningum. Yar það líka eitt af meginmarkmiðum frumvarpsins að taka mið af þeim þjóðréttarlegu skuldbindingum sem íslenska ríkið hafði gengist undir með aðild sinni að alþjóðlegum mannréttindasáttmálum.14 Þessi tengsl eru nú augljós og sjást m.a. af því að sum ákvæði stjómarskrárinnar em tekin upp með líku orðalagi og notað er í alþjóðlegum samningum. Þar má til dæm- is nefna 1. mgr. 68. gr. stjórnarskrárinnar um bann við pyndingum sem sækir fyrirmynd beint til 3. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) og 7. gr. Alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um borgarleg og stjómmálaleg réttindi (SBSR), 70. gr. um réttláta málsmeðferð með fyrirmynd í 6. gr. MSE og 14. gr. SBSR og jafnræðisreglu 65. gr. stjómarskrárinnar með fyrirmynd í 14. gr. MSE og 26. gr. SBSR. Þótt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar eigi sér ekki nákvæm- lega samsvarandi fyrirmynd í alþjóðasamningi þá er vísað til slíkra samninga í skýringum á því hvernig beri að túlka ákvæðið. Það er því engum vafa undir- orpið að alþjóðlegir mannréttindasamningar hafa talsvert meira gildi við túlkun og skýringu á inntaki 1. mgr. 76. gr. sem og annarra mannréttindaákvæða stjóm- arskrárinnar eftir breytingamar sem gerðar voru með stjskl. 97/1995.15 Vafa- laust hefur það aukið tilhneigingu dómstóla á undanfömum árum til að túlka stjómarskrána með hliðsjón af alþjóðasamningum. Þess utan er ekkert álitamál að þekking manna á efni þessara samninga og tilvísun til þeirra hefur vaxið hröðum skrefum á undanförnum árum og þjóðfélagsleg umræða um mannrétt- indi blómstrar sem aldrei fyrr. Einn samninganna, Mannréttindasáttmáli Evr- ópu, hafði þó öðmm fremur haft mikil áhrif hér á landi undanfarandi áratug fyr- ir stjómarskrárbreytingamar, en þau áhrif sjást hvað gleggst af lögfestingu hans með lögum nr. 62/1994. Var lögfesting hans jafnvel talin geta orðið skref í átt- ina að því framtíðarmarkmiði að veita ákvæðum hans stöðu stiómskipunar- laga.16 Um áratuga skeið hafði íslenska ríkið verið skuldbundið til að tryggja þegn- um sínum þau réttindi sem mælt er fyrir um í Félagsmálasáttmála Evrópu og Alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, án þess að séð verði að reynt hafi verið að byggja rétt á þeim fyrir íslenskum dómstól- um með skírskotun til eldra stjórnarskrárákvæðis um félagslegt öryggi. Þótt orðalag 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar sé að mestu leyti hið sama og í eldri 70. gr. er augljóst að breytingarnar er gerðar voru með stjskl. 97/1995 settu ákvæðið í nýtt samhengi við alþjóðlegar skuldbindingar á þessu sviði. 14 Alþt. 1994-95, A-deild, bls. 2081. 15 Gunnar G. Schrani: Stjómskipunarréttur. bls. 461. 16 Alþt. 1992-93, A-deild, bls. 5890. 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.