Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Síða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Síða 19
• Réttur manns til vinnu sem hann velur sér af frjálsum vilja (6. gr. SEFMR, 1. gr. FSE). • Réttur til sanngjarnra og hagstæðra vinnuskilyrða og sanngjams kaups (7. gr. SEFMR, 2. og 4. gr. FSE). • Réttur til öryggis við störf og heilsusamlegra vinnuskilyrða (7. gr. SEFMR, 3. gr. FSE). • Réttur til að stofna stéttarfélög og semja sameiginlega, vemd verkfalls- réttar o.fl. (8. gr. SEFMR, 5. og 6. gr. FSE). • Réttur til félagslegs öryggis, þar með talið almannatrygginga (9. gr. SEFMR, 12.-14. gr. FSE). • Aðstoð við fjölskyldur, mæðravernd og vemd gegn misnotkun bama (10. gr. SEFMR, 16. og 17. gr. FSE). • Réttur til viðunandi lífsafkomu, þar með talið viðunandi fæðis, klæðis og húsnæðis og batnandi lífsskilyrða (11. gr. SEFMR). • Réttur til að njóta líkamlegrar og andlegrar heilsu og til sjúkraþjónustu (12. gr. SEFMR, ll.gr. FSE). • Réttur manns til menntunar og skyldunáms (13. og 14. gr. SEFMR). • Réttur til starfsþjálfunar (10. gr. FSE). • Réttur til að taka þátt í menningarlífi og njóta ábata af vísindaframförum (15. gr. SEFMR). • Réttur bama og unglinga til vemdar (7. gr. FSE, 10. gr. SEFMR). • Réttur vinnandi kvenna til vemdar (8. gr. FSE, 10. gr. SEFMR). • Réttur líkamlega og andlega fatlaðra til starfsþjálfunar, endurhæfingar og endurheimt félagslegrar aðstöðu (15. gr. FSE). • Réttur til að stunda arðbært starf í landi annars samningsaðila (18. gr. FSE). • Réttur farandverkafólks og fjölskyldna þeirra til vemdar og aðstoðar (19. gr. FSE). 7. HELSTU HINDRANIR VIÐ VERND RÉTTINDA Á ALÞJÓÐLEG- UM VETTVANGI 7.1 Ómarkviss framsetning réttinda Það er vart umdeilt að efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi eru hverjum manni jafn mikilvæg og borgaralegu og stjórnmálalegu réttindin og að þau skipta í sumu tilliti meira máli þegar rætt er um nauðsynleg lágmarks lífs- gæði. Þó er staðreynd að mun verr hefur gengið að koma á virkri vernd þeirra með úrræðum til að framfylgja alþjóðlegum samningum á þessu sviði. Ástæð- ur þess eru í meginatriðum tvíþættar og verða nú raktar nánar. Eins og áður er lýst er það einkennandi fyrir efnahagsleg, félagsleg og menn- ingarleg réttindi að þau leggja skyldur á ríki og verða ekki virk nema með aðgerðum stjómvalda. Er orðalag ákvæða í fyrrgreindum alþjóðasamningum augljóslega þessu marki brennt og að ýmsu leyti veikara heldur en ákvæði mannréttindayfirlýsingarinnar um þessi réttindi. í 22.-27. gr. yfirlýsingarinnar 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.