Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 19
• Réttur manns til vinnu sem hann velur sér af frjálsum vilja (6. gr.
SEFMR, 1. gr. FSE).
• Réttur til sanngjarnra og hagstæðra vinnuskilyrða og sanngjams kaups
(7. gr. SEFMR, 2. og 4. gr. FSE).
• Réttur til öryggis við störf og heilsusamlegra vinnuskilyrða (7. gr.
SEFMR, 3. gr. FSE).
• Réttur til að stofna stéttarfélög og semja sameiginlega, vemd verkfalls-
réttar o.fl. (8. gr. SEFMR, 5. og 6. gr. FSE).
• Réttur til félagslegs öryggis, þar með talið almannatrygginga (9. gr.
SEFMR, 12.-14. gr. FSE).
• Aðstoð við fjölskyldur, mæðravernd og vemd gegn misnotkun bama (10.
gr. SEFMR, 16. og 17. gr. FSE).
• Réttur til viðunandi lífsafkomu, þar með talið viðunandi fæðis, klæðis og
húsnæðis og batnandi lífsskilyrða (11. gr. SEFMR).
• Réttur til að njóta líkamlegrar og andlegrar heilsu og til sjúkraþjónustu
(12. gr. SEFMR, ll.gr. FSE).
• Réttur manns til menntunar og skyldunáms (13. og 14. gr. SEFMR).
• Réttur til starfsþjálfunar (10. gr. FSE).
• Réttur til að taka þátt í menningarlífi og njóta ábata af vísindaframförum
(15. gr. SEFMR).
• Réttur bama og unglinga til vemdar (7. gr. FSE, 10. gr. SEFMR).
• Réttur vinnandi kvenna til vemdar (8. gr. FSE, 10. gr. SEFMR).
• Réttur líkamlega og andlega fatlaðra til starfsþjálfunar, endurhæfingar og
endurheimt félagslegrar aðstöðu (15. gr. FSE).
• Réttur til að stunda arðbært starf í landi annars samningsaðila (18. gr.
FSE).
• Réttur farandverkafólks og fjölskyldna þeirra til vemdar og aðstoðar (19.
gr. FSE).
7. HELSTU HINDRANIR VIÐ VERND RÉTTINDA Á ALÞJÓÐLEG-
UM VETTVANGI
7.1 Ómarkviss framsetning réttinda
Það er vart umdeilt að efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi eru
hverjum manni jafn mikilvæg og borgaralegu og stjórnmálalegu réttindin og að
þau skipta í sumu tilliti meira máli þegar rætt er um nauðsynleg lágmarks lífs-
gæði. Þó er staðreynd að mun verr hefur gengið að koma á virkri vernd þeirra
með úrræðum til að framfylgja alþjóðlegum samningum á þessu sviði. Ástæð-
ur þess eru í meginatriðum tvíþættar og verða nú raktar nánar.
Eins og áður er lýst er það einkennandi fyrir efnahagsleg, félagsleg og menn-
ingarleg réttindi að þau leggja skyldur á ríki og verða ekki virk nema með
aðgerðum stjómvalda. Er orðalag ákvæða í fyrrgreindum alþjóðasamningum
augljóslega þessu marki brennt og að ýmsu leyti veikara heldur en ákvæði
mannréttindayfirlýsingarinnar um þessi réttindi. í 22.-27. gr. yfirlýsingarinnar
87