Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Síða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Síða 22
sýnt að borgaraleg og stjómmálaleg réttindi geta einnig falið í sér ríkar athafna- skyldur ríkisins. Hafa ríki þannig verið dregin til ábyrgðar fyrir athafnaleysi sitt um að tryg^ja réttindi með sérstökum aðgerðum.22 I úrlausnum sínum hafa bæði Mannréttindadómstóll Evrópu og mannrétt- indanefnd sem starfar samkvæmt samningnum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi fikrað sig inn á svæði sem áður voru talin utan vébanda borgaralegra og stjórnmálalegra réttinda. Verða nú rakin nokkur svið þar sem álitaefni af þess- um toga koma sérstaklega til álita. 8.1 Vernd réttinda fyrir tilstilli jafnræðisreglunnar Með beitingu almennu jafnræðisreglunnar í 26. gr. samningsins um borgara- leg og stjómmálaleg réttindi má sjá eitt gleggsta dæmið um það hvemig efna- hagsleg og félagsleg réttindi hafa komið undir gildissvið samningsins og þar með til skoðunar hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna sem starfar sam- kvæmt ákvæðum samningsins og fjallar um kærur einstaklinga um brot á hon- urn. Augljóst er að skýrari grundvöllur skapast til þess að meta hvort félagsleg og efnahagsleg réttindi hafa verið brotin þegar til staðar eru ákveðin viðmið eða mælikvarðar um hversu langt eigi að ganga til að tryggja þau. Ef einum hópi eru tryggð ákveðin réttindi, til dæmis með löggjöf, er sterk tilhneiging hjá öðr- um hópum til að bera sig saman við hann og krefjast þess að fá það sama, þar sem ella sé brotið gegn jafnræðisreglunni. Með þessu viðmiði er búið að hlut- gera réttindin, gera þau efnisleg í stað óljósrar kröfu um skyldu rrkisins til að tryggja réttindi upp að óskilgreindu marki. Því kemur ekki á óvart að efnahags- leg, félagsleg og menningarleg réttindi komi sérstaklega til skoðunar í samspili við jafnræðisregluna. Það er líka ein meginskýringin á því að aukin vernd þess- ara réttinda hefur einmitt þróast gegnum reglur um jafnræði manna fyrir lögun- um og bann við mismunun. Efni 26. gr. samningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi er náskylt 65. gr. stjómarskrárinnar. Um miðjan níunda áratuginn tók mannréttindanefnd- in stefnumótandi ákvarðanir í kærumálum gegn Hollandi þar sem gildissvið 26. gr. kom til skoðunar. Var þá tekið af skarið um að ákvæðið tryggir einstakling- um jafnræði fyrir lögunum og vernd gegn mismunun án tillits til eðlis eða 22 Björg Thorarensen: „Einkaréttaráhrif mannréttindasáttmála Evrópu og skyldur ríkja til athafna samkvæmt sáttmálanum“, bls. 116. Athaíhaskyldur ríkja til þess að tryggja borgurum sínum borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi eru margþættar og ljóst er að vemd sumra þessara réttinda verður orðin tóm ef ekki er gripið til sérstakra aðgerða til að tryggja þau. Ríkinu ber til dæmis að setja refsilög og bótareglur til þess að vemda einstaklinga gagnvart hverjum öðrum, setja lög um og viðhalda dómskerfi sem uppfyllir kröfur um réttláta málsmeðferð fyrir dómi o.s.frv. Mann- réttindadómstóll Evrópu hefur í mörgum dómum fallist á að athafnaleysi ríkis til þess að tryggja réttindi einstaklings geti falið í sér sjálfstætt brot á ákvæðunt Mannréttindasáttmála Evrópu. Nokkrir stefnumarkandi dómar hans á þessu sviði eru til dæmis dómur frá 9. október 1979 í máli Airy gegn írlandi varðandi 6. gr. sáttmálans, dómur frá 13. júní 1979 í máli X og Y gegn Hollandi varðandi 8. gr. og dómur frá 13. ágúst 1991 í máli Young, James og Webster gegn Bretlandi varðandi 11. gr. sáttmálans. 90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.