Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Side 28

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Side 28
atvinnu- og félagafrelsi, þar með talið um réttindi stéttarfélaga og samtaka vinnuveitenda. 9.2 Lögfesting Mannréttindasáttmála Evrópu og annarra alþjóðlegra mannréttindasamninga á Norðurlöndum Á undanförnum áratug hafa öll Norðurlöndin Iögfest Mannréttindasáttmála Evrópu í heild sinni, hér landi með lögum nr. 62/1994. Ástæður að baki lögfest- ingunni voru í meginatriðum þær sömu í öllurn ríkjunum. Með því var stefnt að aukinni vemd á réttindum einstaklinga og réttaröryggi, því mannréttindasátt- málinn tók til mun fleiri réttinda en þegar vora sérstaklega tryggð í landsrétti. Einnig var talið nauðsynlegt að sporna við því að misræmi kæmi upp á milli landsréttar og ákvæða mannréttindasáttmálans og því eðlilegast að einstakling- ar gætu borið ákvæði sáttmálans fyrir sig sem beina réttarheimild fyrir dómi.34 Norðmenn urðu síðastir Norðurlandaþjóða til þess að lögfesta Mannréttinda- sáttmála Evrópu með lögum nr. 30 frá 21. maí 1999. Breytingar voru gerðar á stjómarskránni á árinu 1995 sem voru undanfari lögfestingarinnar. Var þá bætt við 110. gr. c., sem kveður á um að stjómvöldum beri að virða og tryggja mann- réttindi. Setja skuli nánari lagafyrirmæli um það hvemig ákvæðum alþjóða- samninga þar um verði komið í framkvæmd. Niðurstaðan varð sú að auk Mann- réttindasáttmála Evrópu voru einnig lögfestir í heild sinni tveir megin samning- ar Sameinuðu þjóðanna frá 1966 um borgaraleg og stjómmálaleg réttindi ann- ars vegar og um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi hins vegar. Á tímabili var til umræðu að lögfesta einnig fleiri samninga, einkum Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi bamsins, en fallið var frá því. Við val á því hvaða samninga skyldi lögfesta var byggt á tillögum nefndar sem dómsmála- ráðherra skipaði á árinu 1989. Hlutverk hennar var að gera tillögur um lögfest- ingu alþjóðlegra mannréttindasamninga og skilaði hún ítarlegum tillögum um lögfestingu þriggja fyrrgreindra samninga á árinu 1993. Taldi nefndin óheppi- legt að lögfesta einvörðungu samninga sem fjölluðu um borgaraleg og stjórn- málaleg réttindi. Ljóst væri að efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi væru annar megin þátturinn í vemd mannréttinda á alþjóðlegum vettvangi. Að ýmsu leyti væri þó erfitt að tryggja framgang þeirra þar sem mörg þessara rétt- inda væru óljós og þeim væri fylgt eftir á alþjóðlegum vettvangi með könnun á skýrslum aðildarríkja. Engin alþjóðleg kæruleið væri til staðar til þess að ákveða nánar inntak réttindanna í einstaka tilvikum. Þrátt fyrir þessa vankanta taldi nefndin óhjákvæmilegt að lögfesta þessi réttindi samhliða borgaralegu og stjórnmálalegu réttindunum. Þó yrði að hafa í huga að gildi lögfestingarinnar væri fyrst og fremst táknrænt fyrir áherslur í velferðarþjóðfélagi sem nauðsyn- legt væri að endurspegla í löggjöfinni.35 I ljósi þess hversu nýlega lögin voru samþykkt er á þessu stigi erfitt að spá um hver verða áhrif þessarar lögfesting- 34 Alþt. 1992-93, A-deild. bls. 5891. 35 NOU 1993:18, Lovgivning um menneskerettigheter, bls. 156-157. 96

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.