Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Page 35

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Page 35
11. NIÐURSTOÐUR Hér hefur verið farið yfir umfangsmikið svið, þar sem flestir undirkaflar verðskulda að lágmarki eina tímaritsgrein á lengd við þessa. Enn sem komið er hefur lítið verið ritað um efnahagsleg og félagsleg mannréttindi í íslenskum fræðiritum. Því hefur verið reynt að varpa ljósi á uppruna og þróun þessara rétt- inda í víðtæku samhengi og skoða stöðu íslensks réttar út frá reynslu annarra ríkja og úrlausnum alþjóðlegra mannréttindastofnana. Ætla má að ýmsar umbreytingar muni verða á þessu sviði mannréttinda í framtíðinni, bæði á vett- vangi innlendra dómstóla og á alþjóðlegum vettvangi. Ekki er hægt að skoða íslenskar dómsúrlausnir sem einangrað fyrirbæri að þessu leyti, heldur verður íslenskur réttur óhjákvæmilega fyrir áhrifum af þessari þróun. í viðleitni sinni til að standa vörð um vemd efnahagslegra og félagslegra rétt- inda er vald dómstóla þó vandmeðfarið og mikilvægt að þeir takist á við það viðfangsefni af mikilli varfæmi. Að öðrum kosti skapast eilíf hætta á togstreitu iöggjafarvalds og dómsvalds sem skapar óróa í þjóðfélaginu og getur stofnað hlutleysi dómstóla og trausti sem menn bera til þeirra í hættu vegna íhlutunar þeirra í pólitísk deilumál. Ekki verður fallist á að ákvörðunarvald um úthlutun fjárveitinga og forgangsröðun um nýtingu almannafjár færist frá lýðræðislega kjömu löggjafarvaldi til dómstólanna. Því má þó ekki gleyma að ákvörðun Hæstaréttar íslands fyrir meira en fimmtíu árum að víkja í fyrsta skipti til hlið- ar lögum, sem ekki voru talin samrýmast stjórnaskrá, var á margan hátt tíma- mótaákvörðun um hvar mörkin lægju á milli verksviðs löggjafarvalds og dóms- valds. Vegna þess hversu varfærnislega dómstólar hafa beitt því valdi, sem þeir tóku sér, hefur jafnvægi verið náð og flestir eru í dag sammála um að það aðhald, sem dómstólar veita löggjafanum þessu leyti, sé nauðsynlegt og sjálf- sagt. Verði rétt farið með það vald, sem dómstólar kunna að taka sér til að vemda efnahagsleg og félagsleg réttindi, má vera að það þyki jafn sjálfsagt áður en langt um líður, enda dregur stöðugt úr þýðingu þess að flokka réttindi eftir eðli sínu. Heimildir: Alf Ross og Emst Andersen: Dansk statsforfatningsret II. Ejnar Munksgaard, Kaupmannahöfn 1948. Alþt. 1992-93, A-deild. Alþt. 1994-95, A-deild. Asbjöm Eide og Allan Rosas: „Economic, Social and Cultural rights: A Universal Chal- lenge“. Economic Social and Cultural Rights - A Textbook. (Eds.) Asbjörn Eide, Catarina Krause og Allan Rosas, bls. 15-20. Martinus Nijhoff Publishers, Dordrecht 1995. Asbjörn Eide: „Cultural Rights as Individual Human Rights“. Econoinic Social and Cultural Rights - A Textbook. (Eds.) Asbjöm Eide, Catarina Krause og Allan Rosas, bls. 229-240. Martinus Nijhoff Publishers, Dordrecht 1995. 103

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.