Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Qupperneq 51

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Qupperneq 51
4.2 Matskenndar réttarreglur Eins og nú hefur verið rætt eru fjölmörg atriði til þess fallin að skapa óvissu urn hvað sé gildandi réttur í samfélaginu hverju sinni. Eitt af þessum atriðum er óræðni reglna. Eins og að framan greinir er ályktað um réttarreglur á grundvelli svonefndra réttarheimilda. Dæmið sem tekið var hér að framan var 211. gr. almennra hegn- ingarlaga og sú ályktun sem dregin var af greininni um að manndráp af ásetn- ingi væri bannað. Þessa reglu og aðrar er hægt að setja fram á eftirfarandi formi: Ef X, þá Y. Fyrri breytan vísar þá til einhverra atvika og sú síðari til þeirra afleiðinga sem ættu að koma til ef atvikin koma upp. Af 211. gr. almennra hegn- ingarlaga verður þá dregin ályktun um þá reglu, að ef einhver sviptir annan mann lífi þá skuli hann sæta fangelsi ekki skemur en 5 ár eða ævilangt. Fyrri breytuna getum við nefnt efnislýsingu reglu en þá síðari lögfylgju hennar. Reglur eru mismunandi mikið óráðnar, bæði með tilliti til efnislýsingar sinn- ar og lögfylgju. Regla 211. gr. almennra hegningarlaga er óráðin að einhverju marki um hvað sé að svipta annan mann lífi, til dæmis hvenær ásetningur til manndráps liggur fyrir. Reglan er ekki síður óráðin um þá refsingu sem hún mælir fyrir um en í greininni segir að manndráp varði fangelsi ekki skemur en 5 ár eða ævilangt. Rök má færa að því að allar reglur, bæði skráðar og óskráðar, séu að óráðnar að einhverju marki.14 Efnislýsing reglna er ekki alltaf bundin við beina lýsingu á þeim tilvikum sem undir hana koma. Reglur geta vísað til einhverra annarra viðmiða um þetta efni. Oft vísa réttarreglur til dæmis í aðrar réttarreglur með beinum eða óbeinum hætti. Það fer þá eftir efni þeirra reglna sem vísað er til hvert nánara efni regl- unnar er. í öðrum tilvikum vísa reglur um efni sitt til viðmiða sem eru óráðin eða óviss sem slík. Þetta á sérstaklega við þegar reglur vísa beint til siðferðilegs gild- ismats, til dæmis til þess hvað sé gott, alvarlegt, eðlilegt eða sanngjamt.13 Lögfylgja réttarreglu getur einnig verið óráðin. Regla 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggeminga, sbr. 6. gr. laga nr. 11/1986, mælir þannig fyrir um að samningi megi víkja til hliðar í heild eða að hluta eða breyta, án þess að segja nákvæmlega fyrir um hvemig vrkja eigi slíkum samn- ingi til hliðar eða breyta honum. Fjölmargar reglur um ákvarðanir stjórnvalda, 14 Sjá nánar „Um hina einu lögfræðilega réttu niðurstöðu“, sbr. neðanmálsgrein nr. 1, einkum bls. 89 o.áfr. 15 Þannig mælir 1. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggeminga, sbr. 6. gr. laga nr. 11/1986, fyrir um tilteknar lögfylgjur samnings sem ósanngjamt eða andstætt góðri viðskiptavenju er að bera fyrir sig. Regla 36. gr. laganna vísar þannig beint til ákveðins sið- ferðilegs verðmætamats sem er óráðið að einhverju marki. í 2. mgr. 36. gr. laganna er svo að finna nánari viðmið sem hafa skal hliðsjón af við framangreint mat, en fordæmisgefandi úrlausnir dóm- stóla munu afmarka efni reglunnar nánar með tíð og tíma. Efnislýsing þeirra reglna sem liggja til grundvallar valdheimildum stjómvalda getur sömuleiðis verið óráðin. Samkvæmt 34. gr. þjóð- minjalaga nr. 88/1989 má t.d. friða mannvirki, hús eða húshluta sem hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi. Hér er beinlínis vísað til fagurfræðilegs gildismats. Aðrar reglur IV. kafla þjóðminja- laga takmarka þessa óræðni reglunnar að einhverju leyti en alls ekki að öllu. 119
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.