Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Page 58
og glögglega liggur fyrir hvers eðlis hún er og hvernig hún á að vera. Heitin
ómálefnaleg sjónarmið og ólögmæt sjónarmið eru því jafn góð og lýsandi
fyrir regluna.
5. LAGASETNING OG GRUNNREGLUR STJÓRNSÝSLURÉTTAR
Hér að framan hafa tvær grunnreglur íslensks stjórnsýsluréttar verið gerðar að
umtalsefni. Færð hafa verið rök að því að þessar tvær reglur endurspegli megin-
hlutverk stjórnsýslunnar í lögbundnu og réttlátu samfélagi. Samkvæmt þessu
eiga stjórnvöld að fara að lögum í athöfnum sínum og einnig virða þá hagsmuni
sem lögunum er ætlað að þjóna. Lögmætisregluna og regluna um málefnaleg
sjónarmið má því með rétti telja til homsteina íslenskrar stjómsýslu.
Niðurstöður samkvæmt lögmætisreglunni ráðast af gildandi lögum á hverjum
tíma. Það er því í höndum löggjafans að haga valdheimildum stjórnvalda með
þeim hætti að ákvarðanir stjómvalda verði skynsamlegar. Samband lagasetning-
ar og reglunnar um málefnaleg sjónarmið er flóknara. Þau markmið og þeir
hagsmunir, sem lögð eru til grundvallar við lagasetningu, munu með ýmsum
hætti teljast málefnaleg sjónarmið við stjórnsýsluákvarðanir. Með þessu er alls
ekki sagt að hvað sem löggjafanum þóknist á hverjum tíma sé sjálfkrafa siðferði-
lega réttlætanlegt eða málefnalegt. Rökin eru þvert á móti þau að þar sem æski-
legt er að í samfélaginu sé til staðar stofnun, sem sett getur reglur sem almennt
er farið eftir, er almennt rétt að virða þau markmið sem stofnunin leitast við ná
með setningu slíkra reglna. A stjómvaldshöfum hvílir sú siðferðilega skylda að
stuðla að viðhaldi og framgangi laganna og sjá til þess að þau nái tilgangi sín-
um, í sumum tilvikum eins og þessi tilgangur hefur sérstaklega verið mótaður af
löggjafanum.
126