Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Síða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Síða 58
og glögglega liggur fyrir hvers eðlis hún er og hvernig hún á að vera. Heitin ómálefnaleg sjónarmið og ólögmæt sjónarmið eru því jafn góð og lýsandi fyrir regluna. 5. LAGASETNING OG GRUNNREGLUR STJÓRNSÝSLURÉTTAR Hér að framan hafa tvær grunnreglur íslensks stjórnsýsluréttar verið gerðar að umtalsefni. Færð hafa verið rök að því að þessar tvær reglur endurspegli megin- hlutverk stjórnsýslunnar í lögbundnu og réttlátu samfélagi. Samkvæmt þessu eiga stjórnvöld að fara að lögum í athöfnum sínum og einnig virða þá hagsmuni sem lögunum er ætlað að þjóna. Lögmætisregluna og regluna um málefnaleg sjónarmið má því með rétti telja til homsteina íslenskrar stjómsýslu. Niðurstöður samkvæmt lögmætisreglunni ráðast af gildandi lögum á hverjum tíma. Það er því í höndum löggjafans að haga valdheimildum stjórnvalda með þeim hætti að ákvarðanir stjómvalda verði skynsamlegar. Samband lagasetning- ar og reglunnar um málefnaleg sjónarmið er flóknara. Þau markmið og þeir hagsmunir, sem lögð eru til grundvallar við lagasetningu, munu með ýmsum hætti teljast málefnaleg sjónarmið við stjórnsýsluákvarðanir. Með þessu er alls ekki sagt að hvað sem löggjafanum þóknist á hverjum tíma sé sjálfkrafa siðferði- lega réttlætanlegt eða málefnalegt. Rökin eru þvert á móti þau að þar sem æski- legt er að í samfélaginu sé til staðar stofnun, sem sett getur reglur sem almennt er farið eftir, er almennt rétt að virða þau markmið sem stofnunin leitast við ná með setningu slíkra reglna. A stjómvaldshöfum hvílir sú siðferðilega skylda að stuðla að viðhaldi og framgangi laganna og sjá til þess að þau nái tilgangi sín- um, í sumum tilvikum eins og þessi tilgangur hefur sérstaklega verið mótaður af löggjafanum. 126
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.