Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Síða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Síða 4
sem starfa fleiri en einn dómari, að hafa áhrif á það hver umsækjenda bætist við hópinn. Er þannig eftir föngum bægt frá þeirri hættu að ómálefnaleg sjónarmið kunni að hafa áhrif á hæfnisumsagnir. Hvað sem um þessar aðferðir má segja þá hlýtur tilgangur þeirra beggja að vera sá að láta hinu pólitíska veitingarvaldi í té mat á hæfni umsækjenda í því skyni að auðvelda því skipun þess umsækjanda sem hæfastur er og einnig að veita aðhald til þess að draga sem mest úr þeirri hættu að veitingarvaldinu verði misbeitt, en horfast verður í augu við það að sú hætta er alltaf fyrir hendi. Dómarar fara með eina grein ríkisvaldsins af þremur og er því fengið mikið vald í hendur. Skipun þeirra er ótímabundin og stendur jafn lengi og starfsævi þeirra, nema þeir sjálfir kjósi annað eða verði að láta af störfum samkvæmt dómi. Nauðsyn þess að með dómsvaldið fari hinir hæfustu lögfræðingar, sem til þess eru fáanlegir á hverjum tíma, liggur í augum uppi. Og þegar talað er hér um hina hæfustu lögfræðinga er átt við lögfræðinga sem hafa trausta, alhliða þekkingu og yfirsýn yfir landslögin og hafa þá persónu til að bera sem staðið getur undir þeirri virðingu og ábyrgð sem dómarastarfinu fylgir. Það hvort nýr dómari á að koma úr röðum dómara, lögmanna, prófessora eða einhverra ann- arra í þetta eða hitt skiptið er sjónarmið sent á lítinn rétt á sér og ætti að leggja af. Það er einu sinni svo að dómarar verða að leysa úr öllum deilum, sem dóm- stólunum berast með réttum hætti, og þótt einhver sérþekking á réttarfari, eða evrópurétti eða störfum borgarfógeta, sem reyndar var lagður af fyrir rúmum áratug, sé til bóta skiptir hún engum sköpum. Maður skyldi t.d. halda að hæsta- réttardómarar til ára og áratuga ættu að vera farnir að kunna réttarfarið, hafi þeir ekki kunnað það þegar þeir hófu störf, og sé því ekki nauðsyn á sérstakri hjálp við það. Hin norræna hefð er sú, eins og einn ágætur Dani sagði, að dómarar eru generalistar en ekki spesíalistar. Þegar um fjölskipaðan dóm er að ræða eins og Hæstarétt, eiga allir dómarar sem sitja í máli að taka afstöðu til allra álitaefna í málinu og verða því hver og einn að hafa þekkingu á þeim réttarreglum sem við eiga, eða afla sér hennar. Síðasta skipun hæstaréttardómara hefur vakið mikinn úlfaþyt sem enn er ekki séð fyrir endann á. Það verður að segja í fullri hreinskilni að þessi úlfa- þytur er ekki að ástæðulausu. I unrsögn Hæstaréttar um umsækjendur um dómarastöðuna sem skipað var í á dögunum kemur fram að þeir séu allir hæfir til þess að gegna embætti hæstaréttardómara, en ekki mat lagt á það hver eða hverjir séu hæfastir. Verður þó 4. ingr. 4. gr. dómstólalaga, sem vitnað var til hér að framan, varla skilin öðruvísi en svo að til þess sé ætlast af Hæstarétti að hann láti í ljós þá skoðun hver eða hverjir umsækjenda séu þeir hæfustu í hópnum. Þess í stað er lagt mat á hverjir umsækjenda séu heppilegastir og eru þá aðrir umsækjendur væntan- lega minna heppilegir. Hvaðan kemur þetta orðalag „heppilegur“, af hverju var ekki sagt hæfastur eða hæfastir? I umsögn Hæstaréttar kemur fram af hvaða ástæðum hann telur tvo umsækj- endanna vera heppilegri en hina sex og er það sérþekking þeirra sem þar ræður 112
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.