Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Síða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Síða 11
3. ÁKVÆÐI FKPL. UM RIFTUN Riftun er vanefndaúrræði sem unnt er að grípa til vegna flestra þeirra van- efnda sem fkpl. gera ráð fyrir. Þannig er t.d. í 32. og 33. gr. laganna reglur um riftun þegar afhendingardráttur verður af hálfu seljanda og í 42. gr. þegar sölu- hlutur er gallaður. Einnig er unnt að rifta þegar um vanheimild eða annan heim- ildarskort er að ræða af hálfu seljanda, sbr. 46. og 47. gr. laganna, sem í flestum tilvikum er undir heimildarskort falla, vísa um vanefndaúrræði til reglna um galla. Þá getur seljandi rift samkvæmt 51. gr. vegna vanefnda af hálfu kaup- anda. Auk framangreinds er þess einnig kostur að rifta vegna fyrirsjáanlegra vanefnda, sbr. 57. gr. Skipan efnis riftunarreglna í fkpl. er með hefðbundnum hætti, að teknu tilliti til þess að um nokkur nýmæli er að ræða frá þeim reglum sem giltu fyrir gildis- töku laganna. 4. NÝMÆLI í FKPL. UM RIFTUN í íslenzkum kauparétti hefur skilyrðið um verulega vanefnd verið talið eitt af meginskilyrðum riftunar og einungis frá því vikið ef sá er vanefnir hefur beitt svikum.8 Þessi regla átti sér einnig stoð í 21., 42. og 43. gr. eldri laga um lausa- fjárkaup, nr. 39/1922. í fkpl. er skilyrðum riftunar breytt nokkuð. Skilyrðið um verulega vanefnd er þó enn meginskilyrðið í öllum reglum laganna sem heimila riftun. Að því leyti er haldið fast við þá meginreglu sem áður gilti. í fkpl. er á hinn bóginn hvergi minnzt á svik sem sjálfstæðan grundvöll riftunar. Huglæg afstaða þess sem vanefndir gæti haft þýðingu við mat á því hvort telja beri vanefnd verulega eða ekki.9 Draga verður þá ályktun af hinum breyttu reglum að svik séu ekki lengur sjálfstæður grundvöllur riftunar í fasteignakaupum.10 Svik eru áfram ógildingarástæða og geta leitt til þess að kaupsamningur um fasteign verði ógiltur með þeim réttaráhrifum að hvorum aðilja urn sig beri að skila til baka þeirri greiðslu sem hann kann að hafa fengið. Önnur nýmæli er einnig að finna í riftunarreglum fkpl. Verður þeirra getið nú stuttlega, en fjallað nánar um þau síðar. Nýmælin eru: í fyrsta lagi er reglan um viðbótarfrest í 2. mgr. 32. gr. nýmæli sem getur falið í sér undantekningu frá skilyrðinu um verulega vanefnd. Verður gerð nánar grein fyrir þessu úrræði síðar. í öðru lagi er tekið af skarið um að riftun vegna afhendingardráttar (galla eða heimildarskorts) sé ekki heimil ef fasteign hefur rýmað á meðan kaupandi bar áhættu af henni og hann ber ábyrgð á orsökum þess að hún rýrnaði. Atvik 8 Ólafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti, bls. 33 og Páll Sigurðsson: Kauparéttur, bls. 137 og 151- 152. 9 Alþingistíðindi 2001-02, A-deild, bls. 1471. 10 Sama gildir í norskum rétti sbr. Stein Rognlien: Avhendingslova, kommentar til loven om avhending (kjpp og salg) av fast eiendom, bls. 113-114. 119
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.