Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Qupperneq 13

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Qupperneq 13
að það skipti ekki máli við mat á því hvort vanefnd sé veruleg eða ekki, hvemig sé háttað huglægri afstöðu viðsemjandans. I þessu felst að saknæm háttsemi af hans hálfu skiptir máli í heildarmati á því hvort vanefndin telst veruleg eða ekki.15 Vanefndin þarf að fela í sér verulegt frávik frá þeim skyldum sem átti að efna. Matið á því hvort vanefnd sé veruleg hefur í íslenzkum rétti lengi tekið mið af því hvaða áhrif vanefndin hefur á hagsmuni kröfuhafans.16 Það skiptir þess vegna rniklu við mat á því hvað telja beri verulega vanefnd hversu mikla þýðingu það hafði fyrir kröfuhafann að fá greiðsluna á nákvæmlega réttum tíma eða án nokkurra ágalla.17 Sem dæmi um slíka tilvísun til hagsmuna kröfuhafa má nefna: H 1962 580 Málsatvik voru þau að bræður keyptu íbúð í fjöleignarhúsi við Leifsgötu af A. I kaupsamningi var tekið fram að seljandi ábyrgðist að tiltekinn byggingarréttur, sem íbúðinni átti að fylgja, væri tryggur gagnvart öðrum íbúum fjöleignarhússins. Þegar til kom mótmæltu aðrir eigendur hússins því að byggingarrétturinn yrði nýttur. Þegar það lá fyrir lýstu bræðumir yCir riftun kaupsamningsins. Deilt var um réttmæti þeirrar riftunar fyrir dómstólum. í dómi héraðsdóms, sem staðfestur var í Hæstarétti, var tekið fram að A hefði verið kunnugt um að það hefði verið forsenda fyrir kaupunum af hálfu bræðranna að hægt væri að hefja byggingarframkvæmdir án þess að leita samþykkis annarra íbúðareigenda í fjöleignarhúsinu. Þar sem A hafði ekki getað tryggt þetta var talið að riftun hefði verið heimil. Framangreindur dómur sýnir einnig að það er beitt einstaklingsbundnu mati en ekki almennu, þannig að það eru hinir sérstöku hagsmunir kröfuhafa, hér kaupanda, sem hafa þýðingu. í 2. mgr. 21. gr. eldri laga um lausafjárkaup, en þar var ákvæði um rétt kaupanda til riftunar vegna afhendingardráttar, var notað svofellt orðalag: Hafi drátturinn haft lítil áhrif eða óveruleg á hagsmuni kaupanda eða seljandi hlaut að álíta að svo væri, þá getur kaupandi ekki rift kaupið, nema hann hafi áskilið sér að hluturinn yrði alhentur sér á nákvæmlega tilteknum tíma. Telja verður, eins og vikið hefur verið að, að þessi regla eigi enn við, þ.e. að seljandi hafi mátt gera sér ljóst að vanefndin hefði veruleg áhrif á hagsmuni kaupandans. Nefna má sem dæmi: 15 Alþingistíðindi 2001-02, A-deild, bls. 1471. Sjá og Bernhard Gomard: Obligationsret 2. del, bls. 109-110; Stein Rognlien: Avhendingslova, kommentar til loven om avhending (kjpp og salg) av fast eiendom, bls. 94 og Kai Krúger: Norsk kjppsrett, bls. 404. 16 Sjá umfjöllun í Viðar Már Mutthíasson: Fasteignakaup, helztu réttarreglur, bls. 125-126. Sama viðhorf er í norskum rétti sbr. Viggo Hagstrom: Obligasjonsrett, bls. 414. 17 Viggo Hagstrom: Obligasjonsrett, bls. 412-413. 121
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.