Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 15

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 15
ins. Hefur Hæstiréttur bent á að í slíkum tilvikum sé eðlilegra að rifta en að hafa uppi kröfur um skaðabætur eða afslátt, sbr. H 1996 629. Ef kröfuhafi er jafn vel settur með því að beita öðrum vanefndaúrræðum en riftun, en af henni leiddi á hinn bóginn veruleg hagsmunaröskun fyrir skuldar- ann, er eðlilegt að líta svo á að ekki sé heimilt að rifta þótt vanefnd teljist veru- leg. Sem dæmi um slíka aðstöðu má nefna H 1979 1294, en í þeim dómi var einnig vísað til þess að framganga kröfuhafa (seljanda) í samskiptunum við skuldara (kaupanda) var á margan hátt ámælisverð, t.d. gaf hann í upphafi rangar upplýsingar um fjárhæð verðbóta sem deilan snerist um. 5.2 Viðbótarfrestur Eins og fram kemur í næsta kafla á undan er matið á því, hvort telja beri van- efnd verulega eða ekki, oft vandasamt. Sá sem telur vanefnd viðsemjanda síns verulega, og riftir á grundvelli þess mats síns, tekur þá áhættu að baka sér bótaskyldu ef mat hans reynist rangt. Hann getur einnig þurft að sæta því að viðsemjandi lians krefjist efnda in natura, sbr. til hliðsjónar H 1985 671. í 2. mgr. 32. gr. fkpl. er ákvæði sem veitir kaupanda svigrúm til þess að komast hjá hinu erfiða mati á því hvort vanefnd sé veruleg eða ekki. Akvæðið er svohljóðandi: Kaupandi getur einnig rift ef seljandi afhendir ekki fasteign innan hæfilegs viðbótar- frests sem kaupandi hefur sett honum. Aður en viðbótarfresturinn rennur út getur kaupandi ekki rift, nema seljandi lýsi því yfir að eignin muni ekki afhent innan frests- ins, eða það er ljóst af öðrum ástæðum. Markmið reglunnar er ekki að rýmka með almennum hætti rétt kaupanda til riftunar frá því sem gert er ráð fyrir í 1. mgr. 32. gr.19 Það ber einnig að leggja áherzlu á að samkvæmt berum orðum hins tilvitnaða ákvæðis er heimildin bundin við tilvik þar sem dráttur verður á afhendingu eignarinnar. Heimildin á ekki við þegar dráttur verður á efndum annarra skyldna, þ.e. aukaskyldna eða afsal er ekki gefið út á réttum tíma.20 Það er ekki skilyrði að afhendingardráttur sé orðinn verulegur til þess að kaupandi geti sett seljanda viðbótarfrest. Það getur kaupandi strax og ljóst er að afhendingardráttur er orðinn. Áskilið er að viðbótarfrestur sá, er kaupandi setur seljanda, sé hæfilegur. Hvað telst hæfilegur viðbótarfrestur? Það verður að meta í hverju tilviki fyrir sig og koma einkum til athugunar hagsmunir kaupanda af því að fá fasteign afhenta sem fyrst og orsakir afhendingardráttarins af hálfu seljanda.21 Víst er þó að kaupandi þarf ekki að setja svo langan frest að afhend- 19 Kai Krúger: Norsk kjppsrett, bls. 405. 20 Alþingistíðindi 2001-02, A-deild, bls. 1471. 21 Stein Rognlien: Avhendingslova, kommentar til loven om avhending (kjpp og salg) av fast eiendom, bls. 95. 123
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.