Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 21
sem taka þarf afstöðu til, hvort niiða beri réttaráhrifin við það tímamark er riftun er lýst yfir (réttaráhrif ex nunc) eða hvort riftunin eigi að hafa afturvirk áhrif og miðast við samningsgerðina (réttaráhrif ex tunc). Meginregla kröfuréttar hefur verið sú að réttaráhrifin eigi ekki að vera afturvirk, þ.e. þau eigi að vera ex nunc.31 Þegar um langtíma samninga er að ræða, eins og leigusamninga, ráðningarsamninga, verksamninga, ýmsa flutn- ingasamninga o.fl., er þessi regla óhjákvæmileg, enda verða efndir hvors aðilja þá smám saman. Ekki er víst að henni þurfi að beita í tilvikum þar sem skyldur aðilja lúta að því að inna af hendi eina tiltekna greiðslu eins og í kaupsamning- um, jafnvel þótt henni sé skipt upp eins og gjarnan er um kaupverðið. í 1. málsl. 2. mgr. 33. gr. fkpl. er gert ráð fyrir að riftun hafi afturvirk áhrif að því leyti að hvor aðili um sig eigi að skila aftur þeirri greiðslu sem hann hefur tekið á móti. Má þannig segja, svo sem Olafur Lárusson gerir, að réttarstaðan eigi að vera eins og enginn samningur hafi verið gerður, m.ö.o. miða réttaráhrif riftunar við daginn sem samningurinn var gerður.32 Hér verður þó að gera þann fyrirvara, sem áður er minnzt á, að ekki er víst að þetta eigi við um öll réttaráhrif samn- ingsins og víst er að sá sem þola þarf vanefndir, sem leiða til riftunar, getur reist rétt, t.d. til skaðabóta, á samningnum. 6.3 Haldsréttur Meginreglan um skyldu til að skila þeim greiðslum, sem samningsaðili hefur tekið við, er háð því að hinn skili einnig þeirri greiðslu sem hann hefur fengið. Hér er um að ræða reglu um gagnkvæma skyldu sambærilega þeirri sem gildir um afhendingu frumgreiðslnanna samkvæmt samningi. Það sem skilur á milli er þó að rétturinn, sem hér er til athugunar, er haldsréttur en ekki stöðvun- arréttur eins og þegar samningsaðili getur haldið eigin greiðslu þar til gagnaðili hans innir af hendi sína. Það leiðir einnig af 2. málsl. 2. mgr. 33. gr. að halds- rétturinn tekur einnig til tryggingar fyrir greiðslu skaðabóta og vaxta.33 Haldsréttur er ein tegund óbeinna eignarréttinda og veitir rétthafanum ekki einungis bráðabirgðavernd eins og stöðvunarrétturinn. Haldsréttur getur verið grundvöllur kröfu um nauðungarsölu, sbr. 6. tl. 1. mgr. 6. gr. laga um nauðung- arsölu, nr. 90/1991, og þannig veitt rétthafanum möguleika á því að fá fullnustu á kröfu sinni. Þegar sú staða kemur upp sem hér er lýst, þ.e. gagnkvæm skylda til að skila greiðslum, er almennt litið svo á að sá sem inna á af hendi peningagreiðsluna eigi að hafa frumkvæði að því að bjóða fram greiðslu.34 Greiðslustaður pen- 31 Mads Bryde Andersen og Joseph Lookofsky: Lærebog i obligationsret I, bls. 212 og Viggo Hagström: Obligasjonsrett, bls. 437. 32 Olafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti, bls. 32. 33 Stein Kognlien: Avhendingslova, kommentar til loven om avhending (kjöp og salg) av fast eiendom, bls. 97. 34 Alþingistíðindi 2001-02, A-deild, bls. 1472. 129
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.