Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Qupperneq 25

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Qupperneq 25
en þess sem 72. gr. tekur til, skuli sýslumaður fullnægja rétti gerðarbeiðanda með því að taka það með valdi úr umráðum gerðarþola og afhenda gerðar- beiðanda. Það er fyrmefnda heimildin sem hér hefur sérstaka þýðingu. Þrásitji t.d. kaupandi fasteign eftir að seljandi hefur rift, á seljandi að geta fengið kaupanda borinn út úr eigninni með beinni aðfarargerð samkvæmt 78., sbr. 72. gr. aðfararlaga, nr. 90/1989, og eftir atvikum fengið umráð eignarinnar. Réttur seljanda til eignarinnar þarf að vera skýr og svigrúm hans til sönnunarfærslu er nokkuð takmarkað, sbr. 1. mgr. 78. gr. og 83. gr. aðfararlaga. A hinn bóginn á það hvorki að skipta máli um rétt seljanda í þessu efni þótt um flókið lögfræði- legt álitaefni sé að ræða, né að álitaefni um sönnun kunni að vera flókin. Hér- aðsdómara er skylt að leysa úr þeim við meðferð málsins.39 I þessum tilvikum verður ekki tekin afstaða til hins fjárhagslega uppgjörs aðiljanna. Um tilvik þar sem seljandi fær slíkri kröfu framgengt má vísa til: H 1962 527 I því máli voru atvik þau að í maí 1961 var gerður kaupsamningur milli G og J um íbúð í fjöleignarhúsi. J, kaupandi, greiddi fyrstu greiðslu við undirskrift kaupsamn- ings, en stóð ekki í skilum með aðrar greiðslur og hafði að auki nýtt sér veðheimild er seljandi veitti. Það lán kaupanda, sem hvíldi á fasteigninni í skjóli veðleyfisins, var í vanskilum. I desember 1961 rifti seljandi og krafðist þess að kaupandi, sem fengið hafði íbúðina afhenta, viki úr henni innan tilgreinds frests. Þegar kaupandi gerði það ekki krafðist seljandi útburðar á honum úr eigninni. Kaupandi neitaði að víkja af eigninni. I dómi Hæstaréttar í máli þessu segir að vanefndir kaupanda séu svo stór- felldar að riftun hafi verið heimil. Eigi kaupandi engan rétt til vistar í húsnæðinu. Beri að taka kröfu seljanda um útburð til greina „enda tálmar það eigi útburði, eins og vanefndum stefnda [kaupanda] er háttað, að eftir er að ljúka skiptum aðilja vegna riftunar á kaupunum að öðru leyti“. Hæstiréttur hefur synjað um útburð í tilvikum þar sem telja verður þó vanefnd hafa verið orðna verulega af hálfu kaupanda. Má um það vísa til: H 1981 1483 B keypti atvinnuhúsnæði í Reykjavík. Tilurð kaupsamnings var fremur óljós og ekki var gerður skriflegur samningur. Þó var óumdeilt að kaupverðið var kr. 15.000.000 og skyldi greiðast með ákveðnum hætti. B taldi að dregist hefði að afhenda eignina og hefðu því gjalddagar færzt aftur um tvo mánuði. Hann taldi einnig að gallar hefðu verið á eigninni sem hann hefði þurft að bæta úr, og taldi að það ætti að leiða til lækkunar á kaupverði. Hann greiddi einungis kr. 500.000 í peningum og var deilt um aðrar greiðslur. Seljandi lýsti yfir riftun kaupanna og krafðist þess að kaupandi yrði borinn út úr eigninni. Því var hafnað og voru rök Hæstaréttar m.a. þau að kaupandi hefði greitt hluta kaupverðs í reiðufé, þótt ekki næmi sú greiðsla miklu. Hann hefði enn fremur kostað fé til viðhalds og lagfæringa á eigninni eftir að hann fékk umráð hennar. Seljandi „sem telur sig eiga rétt á að rifta samningi aðilja, hefur ekki boðið 39 Markús Sigurbjörnsson: Aðfarargerðir, bls. 225-230. 133
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.