Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 32

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 32
ingar á samsvarandi ákvæðum Rómarsamningsins, fyrirmyndar laganna. Þá verður getið nokkurra erlendra dóma, en nokkur reynsla er komin á Rómarsamn- inginn og telja verður að þessir dómar séu til þess fallnir að varpa ljósi á nokkur þeirra vandamála sem menn standa helst frammi fyrir við skýringu á ákvæðum laganna. I þessu sambandi er athyglisvert að í almennum athugasemdum með frumvarpi til laga þeirra sem urðu að lögum nr. 43/2000 kemur fram að heppi- legt verði að telja að tillit verði tekið til dómaframkvæmdar dómstóls EB sem varðar túlkun og beitingu samningsins, auk dómaframkvæmdar í einstökum rtkj- um EB. Eigi því hér við svipuð sjónarmið og gildi um EES samninginn yfirleitt, sbr. einkum 6. gr. hans, og þau sjónarmið sem gildi um túlkun og beitingu Lúganósamningsins, sbr. bókun 2 við þann samning. Þá kemur fram að íslenskir dómstólar séu að sjálfsögðu ekki á neinn hátt bundnir af þeim dómsúrlausnum dómstóls EB eða úrlausnum dómstóla aðildarrrkja sem varði Rómarsamninginn. Engu síður sé eðlilegt að tillit verði tekið til þeirra eigi markmiðin með lögfest- ingu frumvarpsins að nást.1 Við skýringu laga nr. 43/2000 er nauðsynlegt að hafa hliðsjón af greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laganna. En það er einnig nauðsynlegt að hafa hliðsjón af því alþjóðlega löggjafarsamstarfi sem reglur laganna eru sprottnar úr. Hér hafa langmesta þýðingu undirbúningsgögn með Rómarsamningnum. Samningn- um fylgdi ítarleg greinargerð tveggja prófessora, Italans Mario Guiliano og Frakkans Paul Lagarde.2 Sú greinargerð hefur haft mikið vægi við skýringu á Rómarsamningnum og hefur mjög verið til hennar litið í skýringum fræðimanna og í réttarframkvæmd. Með hliðsjón af því að Rómarsamningurinn er fyrirmynd laga nr. 43/2000 er tvímælalaust að greinargerð þeirra Guiliano og Lagarde hlýtur að vega þungt við skýringu laganna. I því yfirliti sem hér fer á eftir verður gerð grein fyrir almennum atriðum um lögin (2. kafli); gildissviði laganna (3. kafli); samningum um lagaval (4. kafli); lögum sem gilda þegar ekki hefur verið samið um lagaval (5. kafli); sjónarmið- um að baki neytendasamningum (6. kafli) og vinnusamningum (7. kafli); ófrá- víkjanlegum reglum (8. kafli); reglum um efnislegt og formlegt gildi samnings 1 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 697. Sjá til hliðsjónar Stefán Már Stefánsson: „Samræmd túlkun Luganosamningsins". Tímarit lögfræðinga. 2. hefti 1993, bls. 33 o.áfr. og Davíð Þór Björgvinsson: „Þýðing fordæma dómstóls EB við framkvæntd og beitingu EES-samningsins“. Afmælisrit til heiðurs Gunnari G. Schram sjötugum. Reykjavík 2002, bls. 93 o.áfr. 2 Sjá Mario Giuliano & Paul Lagarde: „Report on the convention on the law applicable to contractual obligations". Official Journal of the European Communities 1980 C 282, bls. 1 o.áfr. Onnur helstu rit fræðimanna sem ritað hafa heildstætt um Rómarsamninginn og stuðst er við í þessari grein eru: Allan Philip: EU-IP. Kaupmannahöfn 1994, bls. 127-187; Cheshire & North: Private International Law. London, Edinborg, Dublin 1999, bls. 535-603; Dicey & Morris: The Conflict of Laws. London 1993, bls. 1191-1284; Joseph M. Lookofsky: Intemational formueret pá privatrettens omráde. Kaupmannahöfn 1997, bls. 56-81; Lennart Pálsson: Romkonventionen - Tillamplig lag för avtalsförpliktelser. Stokkhólmur 1998; Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret. Kaupmannahöín 1997, bls. 485-542 og Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret. Kaupmannahöfn 2000, bls. 213-255. 140
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.