Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 37

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 37
Við skýringu á gildissviði laganna sé því eðlilegt og heppilegt að gildissvið þeirra verði markað með sama hætti og gert hafi verið og muni verða gert að því er varðar Rómarsamninginn.14 Samkvæmt ofangreindum skýringum í greinargerð með frumvarpi til lag- anna hefur það ekki sjálfstæða þýðingu við mat á því hvort um samningsskuld- bindingu er að ræða hvaða skilningur er lagður í hugtakið í íslenskum rétti. Al- menn skilgreining Evrópuréttarins á samningsskuldbindingum er sú að um sé að ræða skuldbindingar sem aðili hefur tekið á sig af fúsum og frjálsum vilja. Þannig getur samningsskuldbinding sem stofnast með einhliða yfirlýsingu ann- ars aðila, t.d. gjafagemingur, fallið undir ákvæði laganna.15 Með því að takmarka gildissvið laganna við skuldbindingar sem rísa af samningum milli aðila eða við skuldbindingar samkvæmt einhliða yfirlýsingum eins aðila, sem leggur honum skuldbindingar á herðar gagnvart öðmm, falla mál sem varða eignarréttindi og hugverkaréttindi utan gildissviðs ákvæða laganna.16 Á hinn bóginn verður að ætla að lögin taki til samninga um aðilaskipti að hug- verkaréttindum.17 Þó að dómstóll EB hafi ekki túlkað hugtakið samningsskuldbinding í Rómarsamningnum er rétt að horfa til túlkunar dómstólsins á því hvenær um er að ræða „mál sem varðar samninga“ í skilningi 1. tölul. 5. gr. Brusselsamnings- ins sem áður er getið. Hefur dómstóllinn í þremur dómum sínum slegið því föstu að hugtakið samning beri að skýra sjálfstæðri skýringu.18 Mál 9/87 Arcado gegn Haviland [1988] ECR 1539. Málið varðaði tvær kröfur: Annars vegar kröfu um greiðslu á þóknun samkvæmt umboðssamningi og hins vegar kröfu um skaðabætur vegna skyndilegrar og ólögmætrar riftunar á samningnum. 14 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 698. Þar er viðhöfð orðnotkunin „evrópuréttarlegs eðlis“ um þennan skýringarhátt. Dicey & Morris: The Conflict of Laws, bls. 1197, taka svo til orða: „ ... the expression “contractual obligations” is to be given a Convention interpretation". Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 217, notar orðalagið „konventionsautonomt kontrakts- begreb“. Sjá Cheshire & North: Private Intemational Law, bls. 543-544. Þeir taka fram að færi um túlkun hugtaksins eftir lögum einstakra ríkja gæti það leitt til ósamræmis í réttarframkvæmd, einkum þegar haft er í huga að ákvörðun þess hvort um er að ræða skyldur innan eða utan samninga kann að vera mismunandi frá einu ríki til annars. Sjá einnig Dicey & Morris: The Conflict of Laws, bls. 1197-1198. 15 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 698. 16 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 698. Sjá einnig Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 216 og Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 491. Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 10, taka fram að í fyrstu drögum að Rómarsamn- ingnum hafi verið ákvæði sem beinlínis mælti fyrir um að eignarréttindi og hugverkaréttindi féllu utan gildissviðs samningsins. 17 Sjá Mogens Kogtvedgaard: Lærebog i immaterialret. Kaupmannahöfn 1996, bls. 358. 18 Sjá mál 34/82 Peters gegn ZNAV ECR [ 1983] 987; mál 9/87 Arcado gegn Haviland [1988] ECR 1539; mál C-26/1991 Jakob Handte gegn TMCS [1992] ECR 1-3967. Sjá um það hvenær um samning er að ræða í skilningi Brussel- og Lúganósamninganna Eyvindur G. Gunnarsson: „Vam- arþingsreglur Lúganósamningsins", bls. 333-334. 145
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.