Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Síða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Síða 39
þau tilvik sem falla utan gildissviðs laganna í þrjá meginflokka. í fyrsta lagi til- tekna viðskiptasamninga (commercial contracts) svo sem gerðardómssamninga og vissa vátryggingarsamninga. I annan stað samninpa sem eru ekki viðskipta- legs eðlis, svo sem erfðaskrár og skilnaðarsamninga. I þriðja lagi tilvik sem ekki varða lagaval í samningum, svo sem sönnun og málsmeðferð, eða atriði sem samkvæmt lögum ýmissa ríkja varða ekki lagaval, eins og viðskiptabréf eða ger- hæfi.22 Hér á eftir verður gerð grein fyrir þeim tilvikum sem falla utan gildis- sviðs laga nr. 43/2000, sbr. 2. mgr. 1. gr. laganna. 3.2.1 Persónuleg réttarstaða manna og gerhæfi I a-lið segir að lögin eigi ekki við um álitaefni sem varða persónulega réttar- stöðu manna eða gerhæfi. Af þessu leiðir að álitaefni sem varða gerhæfí ber að leysa á grundvelli þeirra lagaskilareglna á sviði persónuréttar sem gilda í dóm- stólsríkinu. Þann fyrirvara verður þó að gera að í 11. gr. er svo fyrir mælt að ein- staklingur, sem er aðili samningssambands þar sem báðir aðilar em í sama landinu, geti því aðeins borið fyrir sig gerhæfisskort sinn samkvæmt lögum annars lands að hinum aðilanum hafi verið kunnugt um gerhæfisskortinn eða mátt vera kunnugt um hann 23 Af þessu leiðir að leysa ber úr þessum álitaefnum samkvæmt ákvæð- um íslenskra laga. A það skal bent að ekki er nauðsynlegt að taka það sérstaklega fram í lögunum að utan þeirra falli álitaefni um persónulega réttarstöðu manna, enda geta aðilar samnings hvort eð er ekki samið um hana sín í milli. 3.2.2 Erfðir, fjármálatengsl hjóna eða sifjaréttarleg réttindi og skyldur Samkvæmt b-lið falla utan gildissviðs laganna samningsskuldbindingar sem varða erfðir, þ.m.t. erfðaskrár, fjármálatengsl hjóna, eða réttindi og skyldur af sifjaréttarlegum toga, svo sem um samband foreldra og bama, mægðir, skyld- leika og hjúskap, þ.m.t. samningar um framfærslu barna. Er tilgangurinn sá að fella undan gildissviði laganna alla samninga sem varða sifja- og erfðarétt.24 Líta verður svo á að utan laganna falli álitamál sem varða forsjá yfir bömum, en þá ályktun má einnig draga af a-lið 2. mgr. 1. gr. Hinu sama gegnir um samn- inga um framfærsluskyldu að svo miklu leyti sem hún er ákveðin í lögum. Aðrir samningar um framfærslu sem gerðir em án lagaskyldu falla hins vegar innan gildissviðs laganna. Þá taka lögin almennt til gjafa milli fjölskyldumeðlima að svo miklu leyti sem reglur sifja- og erfðaréttar taka ekki til þeirra.25 22 Sjá Cheshire & North: Private Intemational Law, bls. 546. 23 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 698. Til samanburðar má benda á að sömu undantekningu er að finna í 2. mgr. 1. gr. Lúganósamningsins um viðurkenningu og fullnustu dóma. Sjá nánar P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 10; Peter Kaye: Civil Jurisdiction and Enforcement of Foreign Judgements. Comwall 1987, bls. 84 og Stephen O'Malley og Alexander Layton: European Civil Practice. London 1989, bls. 354. 24 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 698-699. 25 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 11. 147
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.