Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 49

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 49
í ljósi þess hversu erfitt það getur verið að ákvarða við hvaða land samningur hefur sterkust tengsl er að finna leiðbeiningarreglur við matið í 2.-5. mgr. 4. gr. Með þessu er leitast við gæta bæði sjónarmiða um sveigjanleika og fyrirsjáan- leika. Loks skal þess getið að í 1. málsl. 5. mgr. 4. gr. er regla sem þjónar hlut- verki nokkurs konar öryggisventils. Þar segir að 2. mgr. 4. gr. eigi ekki við þegar ekki sé unnt að afmarka aðalskyldu samnings. Af þessu leiðir að leiðbeiningar- reglu 2. mgr. 4. gr. verður því aðeins beitt að unnt sé að afmarka aðalskyldu. Að öðrum kosti verður að meta það í hverju tilviki fyrir sig samkvæmt 1. mgr. 4. gr. við hvaða land samningur telst hafa sterkust tengsl.72 Hér að neðan verður gerð nánari grein fyrir einstökum leiðbeiningarreglum 2.-5. mgr. 4. gr. laganna. 5.2 Aðalskylda samnings 5.2.1 Almennt í 2. mgr. 4. gr. er almenn leiðbeiningarregla sem mælir svo fyrir að jafnan skuli litið svo á að samningurinn hafi sterkust tengsl við það land þar sem sá aðili býr við samningsgerðina sem á að efna aðalskyldu samningsins. Þegar fyrirtæki, félag eða önnur lögpersóna ber aðalskylduna skal að jafnaði litið svo á að samningur hafi sterkust tengsl við það land þar sem viðkomandi aðili hefur aðalstöðvar sínar. Ef samningur er gerður í tengslum við vinnuskyldu eða í tengslum við atvinnurekstur viðkomandi aðila skal litið svo á að samningur hafi sterkust tengsl við það land þar sem sá sem aðalskylduna ber hefur aðalstarfstöð sína. Ef efna á samning samkvæmt ákvæðum hans á annarri starfstöð en þeirri þar sem aðili hefur aðalstarfstöð sína skal beita lögum þess lands þar sem sú starfstöð er.73 Regla 2. mgr. 4. gr. er háð því skilyrði að unnt sé að ákvarða hver sé aðal- skylda samnings, enda á hún ekki við að öðrum kosti, sbr. 5. mgr. 4. gr. Enn- fremur takmarkast gildissvið reglunnar af 3. og 4. mgr. 4. gr. þegar um er að ræða tilteknar tegundir samninga. Þá þjónar reglan því hlutverki að ákvarða nánar hvers lands lögum skuli beita þegar um er að ræða gagnkvæma samninga 72 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 701. 73 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 20, taka fram að með því að miða við aðalskyldu samnings sé tekið tillit til „a tendency which has been gaining ground both in legal writings and in case law in many countries". Þeir taka einnig fram að helstu rökin fyrir því að miða við aðalskyldu samnings séu þau að hún feli í sér „the center of gravity and the socio-economic function of the contractual transaction". Af skrifum þeirra Guiliano og Lagarde verður þó ráðið að kenninguna er að rekja til svissnesks réttar. A fimmta áratug síðustu aldar setti svissneski prófessorinn von Schnitzer fram kenninguna um að miða skuli við aðalskyldu samnings sem tengslaþátt og hefur henni verið beitt í svissneskri réttarfamkvæmd frá þeim tíma. Regluna er nú að finna í 117. gr. Schweizishe Bundesgesetz uber das Intemationale Privatrecht frá 18. desember 1987. Síðar hefur aðalskylda samnings verið viðurkennd sem tengslaþáttur í skrifum hollenskra fræðimanna og í niðurstöðum dómstóla. 157
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.