Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 53

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 53
sérfræðingsins í öðru landi verður, með hliðsjón af 2. málsl. 2. mgr. 4. gr., að telja líkur á að um samninginn gildi lög þess lands þar sem útibúið er staðsett. Þá má benda á að ýmsir samningar við sjálfstætt starfandi sérfræðinga hafa ein- kenni neytendasamninga. I þeim tilvikum verður að taka afstöðu til þess hvort samningur falli undir 5. gr. laganna sem gildir um neytendasamninga.89 5.2.2.5 Samningar við banka Ákvæði 2. mgr. 4. gr. gildir einnig um bankastarfsemi þó svo að báðum aðilum, banka og viðskiptamanni, sé skylt að inna af hendi peningagreiðslur. Það eru því líkur á að lögum þess lands, þar sem bankinn rekur bankastarfsemi sína, verði beitt um samninginn.90 Samningar um ábyrgð eða tryggingu eru tald- ir sjálfstæðir samningar án tillits til aðalskuldarsambandsins. Af þessu leiðir að ábyrgðarmaður er sá sem innir af hendi aðalskyldu, bæði gagnvart aðalskuldara og kröfuhafa. Eru því líkur á að um ábyrgðarsamning skuli beita heimalandslög- um ábyrgðarmanns.91 Þannig verður lögum þeim sem beitt verður um aðalskuld- arsamband því ekki beitt um ábyrgðarsamning.92 Um neytendasamninga gildir þó sérregla 5. gr. 5.2.2.Ó Skipti Ekki er unnt að slá því föstu hvor aðilanna innir af hendi aðalskyldu sam- kvæmt samningi um skipti. Við ákvörðun þess hvers lands lög gildi um samn- inginn verður því, með hliðsjón af 5. mgr. 4. gr., að beita reglunni um sterkustu tengslin. Þó kann að vera að í sérstökum tilvikum sé unnt að ákvarða hver sé aðalskylda samnings. Þannig má taka það dæmi að samningur um skipti verði fyrst gerður eftir að í ljós er komið að kaupandinn getur ekki greitt fyrir hlut með peningum vegna ómöguleika, t.d. takmarkana á rétti til gjaldeyrisyfirfærslna, en þá sé hægt að ákvarða hver sé aðalskylda. Eru því líkur á að beita skuli lögum þess lands þar sem atvinnustöð eða aðalstöðvar aðalskuldara eru.93 52.2.1 Verksamningar Það er verktaki sem innir af hendi aðalskyldu samkvæmt verksamningi. Með vísan til 2. mgr. 4. gr. er verksamningur talinn hafa sterkust tengsl við það land þar sem verktaki býr við samningsgerðina eða hefur aðalstöðvar sínar. Ef samið 89 Lennart Pálsson: Romkonventionen, bls. 60. 90 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 20. 91 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 21. Sjá einnig AHan Philip: EU-IP, bls. 145 og Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 514. 92 Samsvarandi reglu er að finna í 22. gr. sáttmála UNCITRAL um ábyrgðir sem mælir fyrir um, þegar ekki er samið um lagaval, að beita skuli heimalandslögum ábyrgðarmanns um ábyrgðarsamn- inginn. Þó er sá munur á þessari reglu og 2. mgr. 4. gr. laga nr. 43/2000 að hún er föst lagavalsregla. Sjá Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 514. 93 Sjá Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 514. 161
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.