Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Síða 63

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Síða 63
Samkvæmt c-lið 2. mgr. 5. gr. er neytendavemd fyrir hendi ef samningur varðar sölu á vöru og neytandinn ferðaðist frá því landi þar sem hann býr til ann- ars lands og gerði pöntun sína þar, að því tilskildu að ferðin hafi verið skipulögð af seljandanum í þeim tilgangi að hvetja neytandann til kaupanna. Skilyrði þetta tekur til innkaupaferða þar sem eigendur stórra verslana eða verslanasamstæðna skipuleggja ferðir, t.d. með langferðabifreiðum frá nágrannabyggðum í öðru landi í því skyni að auka sölu. Þess verður ekki krafist samkvæmt ákvæðinu að seljandi hafi sjálfur skipulagt eða séð um flutninga heldur er nægilegt að selj- andinn hafi skipulagt ferðina í samvinnu við fólksflutningafyrirtæki.128 Af þessu leiðir að innkaupaferðir yfir landamæri, sem seljandi hefur hvorki með beinum né óbeinum hætti skipulagt, falla utan 5. gr. laganna. 6.4 Umfang neytendaverndar Nánara umfang neytendavemdar samkvæmt 5. gr. ræðst af því hvort aðilar hafi samið um lagaval á gmndvelli 3. gr. Aðilum er heimilt samkvæmt lögum nr. 43/2000 að semja um lagaval í neytendasamningum, en hafa verður í huga að 2. mgr. 5. gr. breytir að nokkru réttaráhrifum þess konar samnings. Hafi aðilar hins vegar ekki samið um lagaval samkvæmt 3. gr., og um er að ræða samninga sem falla undir ákvæði 5. gr., gilda, þrátt fyrir ákvæði 4. gr., ákvæði 5. gr., enda séu samningamir gerðir við þær aðstæður sem lýst er í 2. mgr. 5. gr. Efnislega felst í framansögðu að neytendur njóta ávallt vemdar ófrávíkjan- legra reglna í því landi þar sem þeir búa hvort sem samningur hefur að geyma ákvæði um lagaval, sbr. 3. gr., eða þau ákvarðast samkvæmt 4. gr.129 Á það skal bent að þar sem 3. mgr. 5. gr. felur í sér að beita skuli lögum heimalands neyt- enda er þetta ótvíræð undantekning frá meginreglunni um að beita skuli lögum þess lands sem samningur hefur sterkust tengsl við. Af 2. mgr 5. gr. leiðir að samningur aðila um lagaval í neytendakaupum sem fellur undir a-c lið greinarinnar getur aldrei leitt til þess að neytandi glati réttar- vemd sem hann hefur samkvæmt heimalandslögum sínum. Með ófrávíkjanleg- um reglum er ekki einungis átt við ófrávíkjanlegar reglur á sviði neytendaréttar heldur einnig aðrar ófrávíkjanlegar reglur á sviði einkaréttar í heimaríki neyt- andans.130 Þar sem tilgangur 2. mgr. 5. gr. er að veita neytendum bestu réttar- vemd sem hugsast getur er ljóst að þau lög sem valin eru geta gengið framar 128 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 24. Þar segir að þetta séu mjög algengir viðskiptahættir á tilteknum stöðum. 129 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 704. 130 Sjá Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 519. Má sem dæmi taka að hafi aðilar samið um í neytendasamningi að beita skuli ítölskum lögum um samning sem gerður er við neytanda sem búsettur er á íslandi leiðir það til þess að beita skal bæði ítölskum lögum og þeim ákvæðum íslensks réttar sem ófrávíkjanleg eru. Samhliða beiting ítalsks og íslensks réttar á sér þannig stað að um samninginn í heild fer samkvæmt ítölskum lögum, þar á meðal ófrávíkjanlegum reglum, en ófrávíkjanlegum reglum íslensks réttar verður einnig beitt, þannig að neytandinn verður ekki af þeirri réttarvemd sem hann nýtur samkvæmt íslenskum lögum. 171
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.