Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 68

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 68
ófrávíkjanlegar reglur í dómsríkinu. Með ófrávíkjanlegum reglurn er hér átt við þær reglur sem annað hvort eru settar til vemdar tilteknum hópum einstaklinga eða t.d. vegna efnahagslegra aðgerða hins opinbera eða með tilliti til almanna- hagsmuna. Ljóst má vera að tímar óhefts samningsfrelsis em liðnir og fela hinar ófrávíkjanlegu reglur því í sér töluvert inngrip í samningsfrelsi manna.146 Þau rök voru færð fram fyrir þessari reglu að samningsaðilar ættu ekki að geta farið í kringum ófrávrkjanlegar reglur þess ríkis sem samningur og önnur atvik sem honum tengjast hefðu augljós og náin tengsl við.147 Samkvæmt eldri norrænum kenningum lagaskilaréttar á sviði samningaréttar var greint á milli ófrávíkjanlegra reglna að einkarétti, sem að jafnaði miðuðu að því að vernda veikari aðila samningssambands, og ófrávíkjanlegra reglna opin- bers réttar, svo sem um gjaldeyrishöft, verðlagseftirlit, samkeppnishömlur og útflutnings- og innflutningsbönn, þar á meðal viðskiptabönn við tiltekin rxki.148 Um reglur á sviði einkaréttar var almennt lagt til grundvallar að hefðu aðilar samið um að beita skyldi lögum tiltekins ríkis bæri dómstóli í öðru ríki að beita jafnt frávíkjanlegum sem ófrávíkjanlegum reglum þeirra laga sem aðilar sömdu um. Á hinn bóginn bæri dómstóli ekki að beita ófrávtkjanlegum reglum einka- réttar dómsríkisins eða þriðja lands.149 Hvað varðaði reglur á sviði opinbers réttar, sem grípa inn í samningssam- band, var talið að dómstóli væri ávallt skylt að beita lögum dómsríkisins félli samningur undir gildissvið þeirra, án tillits til þess hvort uni samninginn giltu erlend lög. Um erlendar reglur á sviði opinbers réttar var litið svo á að ákvæði í samningi um lagaval er vísaði til erlends réttar fæli einungis í sér vísun til reglna á sviði einkaréttar. Almennt var því litið svo á að ekki kæmi til beitingar á regl- um opinbers réttar, hvort heldur í lögum þess ríkis sem beitt væri um samnings- samband eða lögum þriðja ríkis. Litið væri svo á að slíkar reglur fælu í sér efnahagslega- og stjórnmálalega hagsmuni viðkomandi ríkis sem öðrurn þjóðurn væri ekki skylt að framfylgja.150 146 Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 235-236, bendir á að þetta feli í sér að nú gæti meiri tilhneigingar til þess en áður að beita tilteknum reglum opinbers réttar í erlendum lögum í viðkomandi máli. Ole Lando: Kontraktsstatutett. Danske og fremmede lovvalgsregler om kontrakter, bls. 62 og 253 o.áfr., leggur svipuð sjónarmið til grundvallar. Hann telur að ekki sé varhugavert að beita erlendum lögum af efnahagslegum toga. Sjá hins vegar Allan Philip: EU-IP, bls. 177, sem telur að fara eigi varlega í það að beita erlendum rétti að þess leyti. 147 Mario Giuliano & PaurLagarde: OJ 1980 C 282, bls. 26. Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 705. 148 Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 234. Það skal þó tekið fram að skipt- ingin í ófrávíkjanlegar reglur á sviði opinbers réttar og einkaréttar er engan veginn afdráttarlaus. Þessar reglur geta falið í sér bæði opinbera hagsmuni og það markmið að vemda hagsmuni ein- staklinga. Sjá t.d. Ole Lando: Kontraktsstatutett. Danske og fremmede lovvalgsregler om kontrakt- er, bls. 237, sem tekur fram að milli einkaréttar og opinbers réttar sé grátt svæði. 149 Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 235. 150 Sjá Allan Philip: EU-IP, bls. 176. Sjá einnig Torben Svenné Schmidt: Intemational formue- ret, bls. 235. Hann tekur þó fram að danskir dómstólar hafi þegar á fjórða áratug síðustu aldar beitt erlendum reglum af opinberum toga, sbr. UfR 1935 82 HD og UfR 1939 296 HD. 176
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.