Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 69

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 69
Torben Svenné Schmidt telur ákvæði 7. gr. óheppilegt og að ekki hafi átt að taka það upp í Rómarsamninginn. Hagsmunir „veikari“ aðilans í neytendasamn- ingum séu nægilega tryggðir með þeim takmörkunum á samningsfrelsi sem felist í 2. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. Þá hafi mátt tryggja hagsmuni annarra „veikra" aðila, svo sem leigjenda, með sérstöku ákvæði. Loks megi benda á að 16. gr. sé almenn regla um allsherjarreglu (ordre public) sem unnt sé að beita teljist samningur, sem hefur náin tengsl við Danmörku, gildur samkvæmt þeim lögum sem valin hafa verið en hefur að geyma ósanngjöm ákvæði sem telja má að yrði vikið til hliðar að hluta eða í heild samkvæmt 36. gr. dönsku samningalaganna.151 8.2 Ofrávíkjanlegar reglur þriðja ríkis í I. mgr. 7. gr. kemur fram að sé beitt lögum tiltekins lands samkvæmt lögum nr. 43/2000 er einnig heimilt að beita ófrávíkjanlegum reglum í lögum annars lands sem atvik málsins hafa náin tengsl við, ef og að því marki sem skylt er að beita þeim samkvæmt lögum þess lands, óháð því hvaða lög eiga annars við um samninginn. Þegar metið er hvaða ófrávíkjanlegu reglur eiga við skal litið til eðlis þeirra og tilgangs og afleiðinga þess að beita þeim eða beita þeim ekki.152 Af undirbúningsgögnum með Rómarsamningnum verður ráðið að fyrirmynd reglunnar er að í finna ummælum í forsendum hollensks hæstaréttardóms frá 1966 í svokölluðu Alnati máli.153 ÍAlnati málinu (Hoge Raad 13.5.1966) voru atvik málsins þau að hollenskt útgerðar- félag tók að sér að flytja kartöflufarm frá Antverpen til Rio de Janeiro. Farmurinn varð fyrir tjóni á leiðinni og kröfðu rétthafar að farminum flytjandann um skaða- bætur. Farmskírteini sem útfyllt hafði verið fyrir flutninginn hafði að geyma tilvísun til hollenskra laga. Stefnandinn vísaði í máli sínu einnig til belgískra laga sem - gagnstætt hollenskum lögum - höfðu að geyma ófrávíkjanlega reglu að fyrirmynd Haag-reglnanna þess efnis að flytjandinn bæri sönnunarbyrðina fyrir því að tjónið mætti rekja til aðstæðna sem hann bæri ekki ábyrgð á. I niðurstöðu sinni tók dóm- stóllinn fram að þrátt fyrir að lög þau, sem beita eigi um alþjóðlega samninga, geti almennt einungis verið þau sem aðilar hafi valið, geti mál verið þannig vaxið að svo mikilvægt sé að framfylgja tilteknum réttarreglum, jafnvel utan lögsögu ríkisins, að dómstóli sé skylt að taka tillit til þessara reglna og láta þær ganga framar lögum annars ríkis sem aðilar hafa valið. Hins vegar var það mat dómstólsins að í þessu til- 151 Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 243-244. Tekið skal fram að 36. gr. dönsku samningalaganna er efnislega hin sama og 36. gr. íslensku samningalaganna nr. 7/1936. 152 f greinargerð með frumvarpi til laga nr. 43/2000 er inntak 1. mgr. 7. gr. skýrt með svofelldu dæmi: Mál er rekið fyrir íslenskum dómstóli. Ef lög þessi leiða til þess að beita á norskum lögum en atvik málsins hafa einnig rík tengsl við Þýskaland og í Þýskalandi gilda ófrávfkjanlegar reglur, sem skylt er að beita um samninginn, er heimilt að beita hinum þýsku ófrávíkjanlegu reglum, þótt norsk lög eigi við um samninginn að öðru leyti. Við mat á því hvort svo skuli gert ber að taka tillit til eðlis og tilgangs hinna ófrávíkjanlegu reglna og afleiðinga þess að beita þeim eða eftir atvikum beita þeim ekki. Sjá Alþt. 1999-2000, bls. 705. 153 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 26. 177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.