Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 70

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 70
tekna máli væru hinar belgísku reglur ekki þess eðlis að þær gætu gengið framar hollenskum lögum. Niðurstaðan var því sú að einungis hollensk lög giltu um réttar- sambandið. 11. mgr. 7. gr. er tekið svo til orða að atvik málsins verði að hafa „náin tengsl" við viðkomandi land. Hér er t.d. átt við það þegar samning ber að efna í viðkom- andi landi, annar aðila er búsettur þar eða höfuðstöðvar hans eru þar ef því er að skipta.154 Þá má nefna að séu aðstæður þær að aðilar hafa samið um að beita skuli lögum tiltekins ríkis urn samning verður að telja að atvik málsins hafi náin tengsl við annað ríki ef beita ætti lögum þess rrkis hefðu aðilar ekki samið um lagaval. Það er skilyrði að tengslin sem um ræðir séu milli samningsins í heild og annars lands en þess, hvers lands lögum samið var um að beitt skyldi um samn- inginn. Af þessum sökum er notað orðalagið „atvik málsins“ en því er ætlað að koma í veg fyrir að reglunni verði beitt þegar aðeins hluti samnings hefur tengsl við viðkomandi land.155 I 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. segir að þegar metið sé hvaða ófrávíkjanlegu reglur eigi við skuli litið til „eðlis þeirra og tilgangs“ og „afleiðinga þess að beita þeim eða beita þeim ekki". Hér hefur dómarinn talsvert svigrúm til mats og er m.a. haft í huga að hann þurfi að velja á milli ófrávíkjanlegra reglna fleiri en eins lands.156 Reglan leggur dómstóli ekki þær skyldur á herðar að beita ófrávíkjan- legum lögum annars lands heldur veitir hún dómstóli heimild til þess þegar atvik eru þau sem í henni segir. Er reglan því valkvæð eins og orðalag hennar ber með sér. Nánari afmörkun á því hvaða sjónannið leggja eigi til grundvallar við matið er hvorki að finna í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 43/2000 né undirbún- ingsgögnunr með Rómarsamningnum. Hins vegar skal áréttað að bæði skilyrðin um eðli og tilgang reglnanna og afleiðingar þess að beita þeim eða beita þeirn ekki þurfa að vera uppfyllt samtímis. Þannig nægir ekki að annað skilyrðið sé uppfyllt. Ef unr er að ræða ófrávíkjanlegar reglur á sviði einkaréttar verður að leggja megináhersluna á síðamefnda skilyrðið, en að því er varðar ófrávíkjan- legar reglur á sviði opinbers réttar verður fyrst og fremst að líta til eðlis og tilgangs reglnanna.157 154 Sjá Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 26. Þeir benda á að í upphaflegum drögum Rómarsamningsins hafi ekki verið afmarkað hvers eðlis tengsl þyrftu að vera milli samningsins og annars lands til þess að ákvæðið ætti við. Hafi ýmsir orðið til að gagnrýna regluna fyrir það að hún geti leitt til þess að dómstólar neyðist til að taka tillit til margra mismunandi laga sem jafnvel séu ósamrýmanleg. Sérfræðinganefndin sem vann að gerð Rómarsamningsins hafi því bætt inn orðinu „náin“ til frekari afmörkunar á því hvers eðlis tengslin ættu að vera. 155 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 26. 156 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 705. 157 Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 538.1 tengslum við ófrávíkjanlegar reglur opinbers réttar hefur verið talið að taka verði einnig tillit til löggjafar af efnahagslegum toga þegar stjómvöld í þriðja ríki hafa það í hendi sér að framfylgja ófrávíkjanlegum reglum, t.d. vegna þess að samning á að efna í því ríki, enda séu skilyrði 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. uppfyllt. Sjá Ole Lando: Kontraktsstatutett. Danske og fremmede lovvalgsregler om kontrakter, bls. 254 o.áfr. 178
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.