Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 71

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 71
Regla 1. mgr. 7. gr. hefur verið gagnrýnd af fræðimönnum. Þannig telur Torben Svenné Schmidt hana allt of óljósa og þar af leiðandi sé erfitt fyrir dóm- stóla að beita henni. Sé reglunni ekki beitt í sérstökum undantekningartilvikum gangi hún í berhögg við það meginmarkmið Rómarsamningsins að skapa fyrirsjáanleika við lagaval í alþjóðlegum viðskiptum. Þar sem reglan feli dómara víðtækt mat geti aðilar ekki vitað það með vissu hvort samningi, sem er gildur samkvæmt þeim lögum sem þeir völdu eða samkvæmt heimalandslögum aðal- skuldara, verði vikið til hliðar á þeim grundvelli að hann brjóti að mati dómara í bága við ófrávíkjanlega reglu þriðja ríkis og að „atvik málsins“ hafi „náin tengsl“ við þriðja ríki. Geti þetta leitt til mismunandi beitingar reglunnar frá einu ríki til annars.158 Peter Amt Nielsen telur ekki ástæðu til að leggja of mikið upp úr þessum vangaveltum, einkum vegna þess að um sé að ræða undantekningar- reglu með verulega takmarkað gildissvið.159 Hann nefnir einnig að Rómarsamn- ingurinn byggist á meginreglum sem hafi vítt gildissvið og veiti aðilum víðtækt samningsfrelsi. Því sé nauðsynlegt að takmarka umfang samningsfrelsisins.160 Nú er ljóst að matið á því hvort beita eigi reglunni getur verið flókið og því gerir reglan miklar kröfur til dómstóla. Lennart Pálsson hefur bent á nokkur atriði sem hafa verður til hliðsjónar í þessu sambandi. I fyrsta lagi verður dóm- stóll að taka afstöðu til þess hvort um er að ræða alþjóðlega ófrávíkjanlega reglu samkvæmt lögum annars ríkis. í öðru lagi verður dómstóll að leysa úr því hvort tengslin við ríkið séu nægilega náin til þess að það réttlæti beitingu reglunnar. I þriðja lagi hafa dómstólar verulegt svigrúm við úrlausn þess hvort beita eigi reglunni, en það kann að fela í sér mat á pólitískum markmiðum og hagsmuna- mat sem dómstólar eru e.t.v. ekki ávallt vel í stakk búnir til að takast á hendur. Loks fær dómstóllinn það vandasama viðfangsefni að samræma og taka tillit til alþjóðlega ófrávrkjanlegrar reglu á grundvelli reglna um lagaskil á sviði samn- ingaréttar í dómstólsríkinu. Ein af afleiðingum þessa svigrúms dómstóla til að meta hvort beita eigi reglunni í hverju tilviki fyrir sig er ófullnægjandi fyrirsjáanleiki. Einnig kann það að leiða til ósamræmis í úrlausnum dómstóla. Á móti skal bent á þau rök að aðilar geta ekki farið í kringum ófrávíkjanlegar reglur í landi þar sem samning- urinn eða önnur atvik sem honum tengjast hafa augljós eða náin tengsl við. Þá skal bent á það sjónarmið Peter Amt Nielsen, sem áður er getið, að nauðsynlegt geti verið að takmarka samningsfrelsi aðila. Loks skal bent á að svigrúm dóm- stóla við beitingu reglunnar er engan veginn ótakmarkað. Þegar allt þetta er virt má fallast á að þau rök sem hér hafa verið færð fyrir reglunni vegi þyngra en rök þau sem færð hafa verið gegn henni. 158 Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 240. 159 Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 539. 160 Sjá t.d. Allan Philip: EU-IP, bls. 183. 179
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.