Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 74

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 74
sig að hann hafi ekki samþykkt með samningnum. Þannig verður að ætla að dómstóllinn taki m.a. tillit til þess hvaða venjum aðilar hafa fylgt og einnig til fyrri viðskipta þeirra.170 Einnig hlýtur það að hafa þýðingu við matið hvort samningsaðilar þekkja til alþjóðlegra viðskipta.171 Akvörðun um að beita 2. mgr. 8. gr. getur leitt til þess að aðili sem teldist bundinn af samningi samkvæmt 1. mgr. 8. gr. losni undan honum. Reglan getur hins vegar aldrei leitt til gagnstæðrar niðurstöðu, þ.e. að tilurð samnings teljist í andstöðu við þau lög sem beita skal um samninginn.172 Af framangreindu má ráða að við mat á því hvort beita eigi 2. mgr. 8. gr. verður að taka heildstætt tillit til allra atvika sem tengjast samningsgerðinni og jafnvel fyrri samskipta aðila. Þetta kann að leiða til þess að aðili losni undan samningi sem hann annars væri bundinn af samkvæmt 1. mgr. 8. gr. Á hinn bóginn verður 2. mgr. 8. gr. ekki beitt til þess að sýna fram á að samningur hafi stofnast sem er ekki gildur samkvæmt 1. mgr. 8. gr.173 9.2 Formkröfur 9.2.1 Almennt Ákvæði 9. gr. mælir fyrir um þær formkröfur sem gerðar eru til samninga og einhliða viljayfirlýsinga.174 I 1.-4. mgr. eru almennar reglur sem taka til samn- inga og annarra viljayfirlýsinga, en í 5. og 6. mgr. eru sérreglur sem eiga sérstak- lega við um neytendasamninga og samninga um réttindi yfir fasteign. Ekki er skilgreint í 9. gr. hvað átt er við með formlegu gildi samnings. Miða verður þó við að undir formkröfur um gildi samnings falli sérhver ráðstöfun sem nauðsynleg er af hálfu aðila til að gefa til kynna vilja til að vera bundinn og sem myndi leiða til þess að skuldbinding stofnaðist ekki ef hún væri ekki til staðar.175 Sem dæmi um formkröfur má nefna kröfur um að samningur sé skriflegur, vottaður eða undirritaður í viðurvist lögbókanda.176 Einnig verður að líta svo á að sú meginregla íslensks réttar að munnlegir samningar séu bindandi sé einnig formregla. Á hinn bóginn hefur verið talið að reglur um stimpilskyldu eða aðrar 170 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 28. 171 Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 183. 172 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 28. 173 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 705. 174 Hér er átt við einhliða viljayfirlýsingu varðandi samning sem aðilar hafa gert eða hyggjast gera, t.d. tilboð eða samþykki í tilefni samnings sem aðilar hyggjast gera, og t.d. kvörtun, uppsögn, riftun og eftirgjöf skuldar, hvað varðar samning sem er til staðar. Sjá Torben Svenné Schmidt: Inter- national formueret, bls. 246 og Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 28. 175 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 23; Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 29. 176 Sjá Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 246. Þá má nefna opinbera skrán- ingu samnings. Þó verður að hafa í huga að hér er einungis átt við skráningu sem er skilyrði þess að samningur sé gildur milli aðila en ekki opinbera skráningu, t.d. þinglýsingu. Sjá Ole Lando: Kontraktstatuttet. Danske og fremmede lovvalgsregler om kontrakter, bls. 223. 182
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.