Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 78

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 78
verður við efndir samnings, skilyrði um efndastað og efndatíma, að hve miklu leyti öðrum aðila en skuldaranum er heimilt að efna samning og almenn skilyrði efnda. Þá nefna þeir skilyrði efnda á einstökum tegundum samningsskyldna, t.d. þegar um solidarískt skuldarsamband er að ræða, valkvæðar skyldur og skyldur sem annað hvort hvíla á einum eða fleiri aðilum og varðandi peningaskyldur skilyrði þess að skuldari losni undan skyldum sínum o.s.frv.188 10.1.3 Afleiðingar vanefnda Samkvæmt c-lið 1. mgr. 10. gr. skulu þau lög sem gilda um samning einkum gilda um afleiðingar vanefnda, þ.m.t. ákvörðun bóta að svo miklu leyti sem þær eru ákvarðaðar samkvæmt lagareglum, með þeim takmörkunum sem leiðir af réttarfarslögum um heimildir dómstóla. Orðalag þessarar reglu er nokkuð óljóst en markmið hennar er að ákvarða nánar að um vanefndaheimildir, þar á meðal tegund og ákvörðun bóta, fari samkvæmt lögum þess lands sem samningur vísar til.189 Reglan sætir tveimur takmörkunum. í fyrsta lagi er dómstóli ekki skylt að beita vanefndaheimildum í lögum þess lands sem samningur vísar til ef slíkar heimildir er ekki að finna í réttarfarsreglum dómstólsríkisins. Þannig er dómstóli ekki skylt að mæla fyrir um efndir samkvæmt aðalskyldu samnings, enda þótt lög þess lands sem samningur vísar til veiti heimild til þess, ef réttarfarsreglur dómstólsríkisins heimila ekki slíkar efndir.1901 annan stað er einungis heimilt að dæma skaðabætur eftir lögum þess lands sem samningur vísar til þegar ákvörð- un bóta telst vera lagaatriði. I rétti sumra ríkja er litið svo á að ákvörðun skaða- bóta sé einungis álitamál um fjárhæð tjóns, sem leysa beri samkvæmt réttarfars- reglum dómstólsríkisins.191 10.1.4 Mismunandi lyktir samningsskuldbindinga, tómlæti og fyrning Samkvæmt d-lið 1. mgr. 10. gr. skulu þau lög sem gilda um samning einkum gilda um mismunandi lyktir samningsskuldbindinga, tómlæti og fymingu. Sam- kvæmt íslenskum alþjóðlegum einkamálarétti fer um fymingu samkvæmt lögum þess lands sem um samning gilda.192 Um það hvort unnt er að efna kröfu í heild 188 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 32. 189 Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 529. 190 Sjá t.d. Lennart Pálsson: Romkonventionen, bls. 101. Samkvæmt engilsaxneskum rétti er meginreglan sú að dómstólar hafi einungis í undantekningartilvikum heimild til að dæma efndir samkvæmt aðalefni samnings (specific performance). Sjá nánar Cheshire, Fifoot & Furmston: Law of contract. London 1991, bls. 628 o.áfr. Sjá einnig Þorgeir Örlygsson: „Efndir in natura". Tímarit lögfræðinga. 4. hefti 2000, bls. 298. 191 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 32. Þeir taka fram að samsvarandi ákvæði Rómarsamningsins sé málamiðlun þar sem af framsetningu reglunnar leiði að um spuming- ar um staðreyndir fari ávallt samkvæmt lögum dómstólsríkisins. 192 Til samanburðar má nefna að allt til ársins 1984 taldist fyming samkvæmt enskum alþjóðlegum einkamálarétti réttarfarslegt atriði, en því var breytt með Foreign Limitations Periods Act frá 1984. Sjá Cheshire & North: Private Intemational Law, bls. 599. 186
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.