Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Síða 83

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Síða 83
Réttindi kröfuhafa og skyldur skuldara standa óhaggaðar hvort sem innlausn eða yfirtaka réttar á sér stað eða ekki. Um réttindi og skyldur fer samkvæmt þeim lögum sem gilda um hið upphaflega skuldarsamband. Þannig geta mis- munandi lög gilt um aðalskuldbindinguna annars vegar og um skyldu þriðja manns til að greiða og heimildir hans til að ganga inn í rétt kröfuhafa hins vegar.212 í 2. mgr. 13. gr. er kveðið svo á að sama regla og fram kemur í 1. mgr. 13. gr. eigi einnig við þegar sama samningsskyldan hvílir á mörgum aðilum og einn þeirra hefur efnt skylduna gagnvart kröfuhafa. Af þessari reglu leiðir að regla 1. mgr. 13. gr. gildir einnig þegar fleiri aðilar eru solidarískt ábyrgir til að greiða kröfu á grundvelli sama samnings og einn þeirra hefur greitt kröfuhafanum.213 Þá geta skuldaramir einnig gert sérstakan samning sín í milli um endurkröfu og gilda um þann samning almennar reglur 3. og 4. gr. 13. SÖNNUNARBYRÐI O.FL. Það er almenn regla í alþjóðlegum einkamálarétti að beita skuli lögum dóm- stólsríkis um réttarfarsleg atriði. Af þessum sökum er svo fyrir mælt í h-lið 2. mgr. 1. gr. laga nr. 43/2000 að almennt falli utan gildssviðs laganna réttarfars- reglur um sönnun og málsmeðferð nema að því leyti sem slíkt leiðir af 14. gr. laganna. í 1. mgr. 14. gr. laga nr. 43/2000 segir að hafi lög þess lands sem gilda um samninga samkvæmt lögunum að geyma löglíkindareglur eða reglur um sönn- unarbyrði skuli beita þeim.214 Leggja verður áherslu á að um sönnunarbyrðina fer einungis eftir þeim lögum sem um samninginn gilda að svo miklu leyti sem reglur þar að lútandi er að finna í samningalögum þess rikis. Að öðru leyti gildir sú meginregla fortakslaust að um sönnun fer samkvæmt réttarfarslögum dóm- stólsríkis. Hér er því um að ræða sérreglur um aðferðir við að sanna tiltekin atvik sem hafa réttaráhrif á samningssambandið eða reglur um sönnunarbyrði. Ef slíkar reglur eru til staðar í lögum þess lands sem eiga við um samninginn ber að beita þeim reglum. I greinargerð með frumvarpi til laganna kemur fram að þetta þyki eðlilegt þar sem reglur af þessu tagi séu í nánum tengslum við samn- inginn sjálfan og geti ráðið úrslitum um það hvaða skuldbindingar verði taldar felast í honum.215 í 2. mgr. 14. gr. er kveðið svo á að samninga eða ráðstafanir sem ætlað er að hafa réttaráhrif megi sanna á hvem þann hátt sem heimill er samkvæmt íslensk- 212 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 709. 213 Sjá t.d. Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 527. 214 Sem dæmi um löglíkindareglu í íslenskum rétti má taka 68. gr. siglingalaga nr. 34/1985 þar sem segir að skemmist farmur eða glatist meðan hann sé í vörslum farmflytjanda á skipi eða í landi beri honum að bæta tjón sem af því hljótist nema ætla megi að hvorki hann né neinn maður, sem hann ber ábyrgð á, eigi sök á tjóninu. 215 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 710. 191
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.