Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1997, Page 8

Ægir - 01.06.1997, Page 8
„Störfum í sátt vió umhverfió“ segir Einar Svansson framkvæmdastjóri Fiskiöjusamlags Húsavíkur Á undanfórnum vikum hafa borist eftir- tektarverðar fregnir frá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur og nýjustu tíðindin frá fyrir- tœkinu eru kaup á einu stœrsta og öflug- asta skipi landsins, rœkjufrystitogaranum Pétri Jónssyni RE, jafnframt því sem Fisk- iðjusamlagið gerði samning um kaup á hráefni afnýjum togara Péturs Stefáns- sonar, útgerðarmanns, nœstu þrjú árin. Þetta kom í kjölfar fregna um ákvörðun stjórnar Fiskiðjusamlagsins að opna frystihúsið fyrir ferðamönnum strax í sumar, fara með fyrirtœkið út á hluta- bréfamarkað og kaupa nýja bolfsk- vinnslulínu síðar á árinu. Einar Svansson settist í stól fram- kvœmdastjóra fyrirtœkisins síðastliðið haust, eða um svipað leyti og sameining Fiskiðjusamlagsins og Höfða gekk ígegn. Hlutverk hans hefur síðan verið að undir- búa fyrirtœkið undir nýja sókn og marka því stefnu inn í nýja öld. Einar hefur mikla trú á framtíð Fiskiðjusamlagsins, segir sameininguna við Höfða lyftistöng fyrir fyrirtœkið en sjálfum hafi honum komið á óvart hversu rík hefð sé meðal fólks á Húsavík fyrir sjávarútveginum og í því Ijósi horfi hann bjartsýnn fram á veg- inn með þetta fyrirtœki sem um árafjöld hefur skipað sér í flokk öflugustu sjávarút- vegsfyrirtœkja landsins. 8 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.